fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fréttir

Hlutafé Morgunblaðsins aukið um 300 milljónir

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 24. júní 2020 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í maí var hlutafé Þórsmerkur, eiganda Árvakurs sem er útgáfufélag Morgunblaðsins og tengdra miðla, aukið um 300 milljónir að nafnvirði. Hlutafé félagsins var aukið úr tæplega 607 milljónum að nafnvirði í tæplega 907 milljónir að því er segir í tilkynningu til fyrirtækjaskrár.

Markaður Fréttablaðsins skýrir frá þessu. Um leið var hlutafé Árvakurs aukið úr tæplega 55 milljónum í tæplega 65 milljónir. Fréttablaðið segir að ekki komi fram í tilkynningunni hvernig hlutafjáraukningin skiptist á milli hluthafa en samkvæmt skráningu á eignarhaldi Árvakurs á vef Fjölmiðlanefndar er það óbreytt frá í fyrra.

Stærstu hluthafarnir eru Ramses, í eigu Eyþórs Laxdal Arnalds, og Íslenskar sjávarafurðir, í eigu Kaupfélags Skagfirðinga. Hvort félag um sig á 20% hlut í félaginu. Hlynur A, félag sem tengist Guðbjörgu Matthíasdóttur aðaleiganda Ísfélags Vestmannaeyjar, á rúmlega 16% í Árvakri og Ísfélagið á rúmlega 13% hlut. Legalis, félag í eigu Sigurbjarnar Magnússonar, á rúmlega 12% hlut í Árvakri.

Hlutafé Þórsmerkur hefur breyst nokkrum sinnum á undanförnum misserum í takt við slæma afkomu Árvakurs. Það var lækkað um milljarð síðasta sumar til að mæta tapi fyrri ára en á sama tíma var hlutafé Þórsmerkur aukið um 200 milljónir til að bæta fjárhagsstöðu félagsins. Tap Árvakurs var 415 milljónir 2018 og 282 milljónir 2017.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann