fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fréttir

Guðni mun hvorki halda kosningavöku né kosningakaffi

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 23. júní 2020 16:21

Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framboð Guðna Th. Jóhannessonar til forseta íslands ætlar sér ekki hvorki að halda kosningavöku, né kosningakaffi í kjölfar kosninganna sem fram munu fara um helgina. Þetta staðfestir Sveinn Waage, sem kemur að framboði Guðna í samtali við DV.

Ástæðan er smithætta af COVID-19, en þau sem koma að framboðinu telja ekki ábyrgt að halda teiti þar sem að stór fjöldi manns myndi koma saman.

„Útaf COVID höfum við verið að velta þessu mikið fyrir okkur og því miður verðum við hvorki með kosningakaffi né kosningavöku. Við viljum hafa vaðið fyrir neðan okkur. Við ætlum að reyna að hafa stemmingu á netinu. Vera kannski á Facebook og hafa gaman.“

„Að hóa saman fólki á þessum tímum er bara ekki ábyrgt. Eins og okkur langar það ofboðslega mikið. Okkur var líka farið að hlakka til og allt það, en við tókum samt þessa ákvörðun.“

Sveinn sagði að ekki lægi fyrir hvar Guðni yrði staddur um kvöldið, hann yrði þó aðgengilegur fjölmiðlum þegar að fyrstu tölur birtast.

Ekki náðist í framboð Guðmundar Franklíns, mótframbjóðanada Guðna, og því er ekki vitað hvort að hann haldi kosningavöku eða kaffi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hraðbankamálið: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds yfir konu

Hraðbankamálið: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds yfir konu
Fréttir
Í gær

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna
Fréttir
Í gær

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann
Fréttir
Í gær

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”
Fréttir
Í gær

Óforbetranlegur barnaníðingur samþykkti tillögu saksóknara um að hann verði geldur með skurðaðgerð

Óforbetranlegur barnaníðingur samþykkti tillögu saksóknara um að hann verði geldur með skurðaðgerð
Fréttir
Í gær

Prís alltaf verið með lægsta verðið

Prís alltaf verið með lægsta verðið