Í tilkynningu frá Ríkissáttasemjara, Aðalsteini Leifssyni, kemur fram að samkomulag hafi náðst um öll meginatriði kjarasamnings, þar á meðal um breytt vinnufyrirkomulag í dagvinnu og vaktavinnu. Það séu afmörkuð atriði, sem varða laun, sem ósamið sé um.
Mat ríkissáttasemjara er að ágreiningurinn sé djúpstæður og að ekki verði hægt að leysa hann við samningaborðið og því hafi hann lagt fram miðlunartillögu. Tillagan innihaldi öll þau atriði sem samkomulag hefur náðst um og að ágreiningi um launalið verði vísað til sérstaks kjaradóms.
RÚV skýrir frá þessu.