fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fréttir

Önnur bylgja COVID-19 gerir vart við sig

Heimir Hannesson
Mánudaginn 22. júní 2020 13:19

Fjöldi smita á heimsvísu. mynd/skjáskot OurWorldinData

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lokanir, ferðatakmarkanir og önnur boð og bönn tengd kórónaveirufaraldrinum eru víða á undanhaldi eftir ævintýralega mánuði sem seint verða saknað. Víða er skipst á skoðunum um hvort afléttingu þessara takmarkana séu rétt skref og Ísland auðvitað ekki undanskilið þar.

The Independent tók saman stöðu faraldursins í nokkrum löndum og er niðurstaðan sú að greina má uppsveiflu víða, meðal annars í ríkjum sem áður fögnuðu sigri og höfðu hafið afléttingar á takmörkunum vegna COVID-19.

Íran

Íranir urðu illa úti í upphaf faraldursins og eitt fyrstu ríkjanna utan Kína til að lýsa yfir neyðarástandi vegna veirunnar. Af línuriti OurWorlinData að dæma má ætla að hámarki annarrar bylgju sé nú þegar riðin yfir og á niðurleið.

Íran: 7 daga meðaltal daglegra greindra tilfella. mynd/OurWorldinData

Ísrael

Fyrri bylgjan í Ísrael náði hámarki í fyrri hluta aprílmánaðar og féll fjöldi tilfella niður í aðeins 14 um miðbið maí, um 6 vikum síðar. Nú má sjá talsverða aukningu í daglegum fjölda greininga og er sá fjöldi á hraðri uppleið sem er mikið áhyggjuefni í ríkinu. Daglega greinast nú á bilinu 150 til 300 manns um þessar mundir og dauðsföllin samtals 306.

Ísrael: 7 daga meðaltal daglegra greindra tilfella. mynd/OurWorldinData

Sádi Arabía

Erfitt er að sjá hvort nokkru hámarki hafi verið náð á fyrri bylgju eða hvort uppsveifla fyrstu bylgjunnar hafi einfaldlega tekið sér hlé um stund. Einnig getur skammlíf niðursveifla verið vegna áhrifa Ramadan mánaðar, en Ramadan fastan stóð yfir frá 6. maí til 3. júní. Gæti þar verið um færri smit að ræða vegna föstunnar, eða færri greind smit. Hvernig sem því líður eru tilfellin í hið minnsta á hraðri uppleið þessa daganna og telja greind smit að meðaltali um 3.500 daglega í þessari viku.

Sádi Arabía: 7 daga meðaltal daglegra greindra tilfella. mynd/OurWorldinData

Tyrkland

Niðursveifla Tyrkja virðist því miður vera að taka sveig í ranga átt. Þó er líklega of snemmt að segja til um hvort seinni bylgja sé hafinn eða hvort um „hikst“ sé að ræða á niðursveiflunni.

Tyrkland: 7 daga meðaltal daglegra greindra tilfella. mynd/OurWorldinData

Bandaríkin

Mikið hefur verið fjallað um COVID-19 í Bandaríkjunum og hefur faraldurinn blandast mannréttindabaráttu svartra í landinu sem eitt höfuð þrætuepli bandarískra stjórnmála í aðdraganda forsetakosninganna á þessu ári. Dregið hefur úr áreiðanleika talaefnis um faraldurinn í Bandaríkjunum undanfarið og er þar um að kenna hve pólitískt málið er orðið þar í landi og orða Donalds Trumps um að hægt sé að draga úr fjölda greininga með því að fækka prófum. Þó er ljóst að fjöldi tilfella er víða á uppleið þó merkja megi niðursveiflu í New York og öðrum svæðum sem urðu verst úti til að byrja með.

Bandaríska kúrfan sker sig vel úr öðrum þar sem eiginlegum toppi er aldrei náð, heldur rýkur línan einfaldlega upp og helst þar. Hverju eða hverjum nákvæmlega það er að kenna verður líklega þrætuepli fyrir komandi kosningar og lengur en það.

Bandaríkin: 7 daga meðaltal daglegra greindra tilfella. mynd/OurWorldinData

Bretland

Viðbrögð stjórnvalda í Bretlandi hafa verið gagnrýnd undanfarið enda þóttu yfirvöld taka fyrstu fréttum af breskum tilfellum af léttúð og sagði Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, að Bretar gætu einfaldlega beðið þetta af sér, þeir hefðu séð það verra. Fór Boris í heimsóknir á spítala og tók í hendur á læknum og sjúklingum án þess að bera andlitsgrímu, í hrópandi mótsögn við tilmæli hans eigin heilbrigðisráðherra og yfirvalda.

Þrátt fyrir brösulega byrjun hafa bresk stjórnvöld síðan tekið við sér og gripið til viðamikilla ráðstafana. Er ekki að sjá annað en að það hafi skilað tilætluðum árangri og fjöldi tilfella á hraðri niðurleið. Þó séu enn greind rúm þúsund tilfelli á hverjum degi og faraldurinn því alls ekki genginn til þurrðar.

Bretland: 7 daga meðaltal daglegra greindra tilfella. mynd/OurWorldinData

Indland

Faraldurinn gerði seint vart við sig í Indlandi eins og í öðrum þróunarríkjum sunnanverðrar Asíu og fór ekki að greinast eiginleg uppsveifla í tilfellafjölda fyrr en í apríl. Á þeim tíma var kúrfan þegar lögð af stað niður í Evrópu og víðar. Indversk tilfellu eru nú á hraðri uppleið og er 7-daga meðalfjöldi nýrra tilfella nú rúmlega 10 þúsund. Vekur það upp miklar áhyggjur ráðamanna í Delí og víðar enda er heilbrigðisþjónusta og aðrir innviðir ríkisins af mjög skornum skammti.

Indland: 7 daga meðaltal daglegra greindra tilfella. mynd/OurWorldinData

Mexikó

Svipaða sögu er að segja af Mexíkó og sögð er af Indlandi. Faraldurinn fór seint af stað og er enn á mikilli uppleið. Heilbrigðisyfirvöld eru uggandi yfir stöðunni þar og skal engan undra, heilbrigðiskerfið er veikburða og illa í stakk búið undir faraldur af þessari stærðargráðu. Mexíkó og önnur lönd sem fengu frið í fyrstu frá áhrifum faraldursins búa þó að þeim munaði að hafa getað lært af viðbrögðum þeirra ríkja sem fyrst urðu að bráð COVID-19 faraldursins.

Mexíkó: 7 daga meðaltal daglegra greindra tilfella. mynd/OurWorldinData
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Staðfest að eldislaxar komust í Haukadalsá

Staðfest að eldislaxar komust í Haukadalsá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bendir á þessa hvimleiðu hegðun ökumanna sem hefur gormaáhrif á háannatíma

Bendir á þessa hvimleiðu hegðun ökumanna sem hefur gormaáhrif á háannatíma