fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

Katrín bendir á falið samfélagsmein- „Það býr undir yfirborðinu og þrífst í þögninni“

Jón Þór Stefánsson
Föstudaginn 19. júní 2020 18:00

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra fjallaði um kvenréttindadaginn í pistli sem birtist á Fréttablaðinu í dag. Hún leggur mikla áherslu á kynbundið ofbeldi í skrifum sínum og bendir á að COVID-19 faraldurinn hafi eflaust haft slæm áhrif á jafnréttismál.

„Á kvenréttindadeginum fögnum við kosningarétti kvenna og þátttöku kvenna í stjórnmálastarfi. Þær breytingar sem konur börðust fyrir og þykja nú sjálfsagðar, eins og leikskólakerfið og fæðingarorlof, kostuðu mikla vinnu og fórnir. Þær konur sem komu Kvennaathvarfinu og Stígamótum á fót unnu einnig þrekvirki og hafa unnið ómetanlegt starf áratugum saman, þegar kemur að því að styðja við brotaþola kynbundins ofbeldis.

Við sjáum afturför í jafnréttismálum víða um heim vegna COVID-19 faraldursins. Heimilisofbeldi hefur aukist um allan heim og hafa Sameinuðu þjóðirnar bent á að heimilisofbeldi færist í vöxt þegar konur einangrast með ofbeldisfullum maka og eiga erfitt með að sækja í þau úrræði sem annars gætu gagnast þeim, til að komast undan ofbeldismanninum. Hér á landi eru vísbendingar um hið sama og þá hefur tilkynningum til barnaverndarnefnda einnig fjölgað.“

Katrín segir að kynbundið ofbeldi sé enn þann dag í dag falið mein, þrátt fyrir öfluga vitundarvakningu. Hún telur afar mikilvægt að fólk standi saman til að uppræta það.

„Kynbundið ofbeldi er enn þá falið mein í samfélaginu, þrátt fyrir vitundarvakningu síðustu ára. Það býr undir yfirborðinu og þrífst í þögninni. Hjálpsemi, samstaða og stuðningur við náungann hafa einkennt okkur sem samfélag í baráttunni við COVID-19 síðustu mánuði. Mikilvægt er að við stöndum líka saman í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi og tökum þátt í því að uppræta það.“

Að lokum heldur Katrín því fram að til þess að stöðva kynbundið ofbeldi þurfi aðgerðir. Í þeim efnum minnist hún á Þingsályktunartillaga um forvarnir fyrir börn og ungmenni sem samþykkt var á dögunum.

„Þingsályktunartillaga um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, ásamt áætlun fyrir árin 2021 – 2025, var samþykkt á Alþingi í byrjun þessa mánaðar. Með þessari áætlun ætlum við gera tilraun til að uppræta kynbundið og kynferðislegt ofbeldi, með því að byggja inn í forvarnastefnuna mikilvægan skilning á eðli og afleiðingum ofbeldis.

Til þess að uppræta samfélagsmein eins og kynbundið ofbeldi þarf að ráðast í aðgerðir til að knýja fram nauðsynlegar breytingar. Og við eigum magnaðar fyrirmyndir í þeim efnum. Þökkum þeim baráttukonum sem tóku þennan slag fyrir okkur öll og til hamingju með daginn öll.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu