fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
Fréttir

Ríkið hafnaði bótakröfu Arnars Þórs Vatnsdal – Segir Katrínu hafa grátið krókódílstárum í þinginu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 18. júní 2020 07:45

Tryggvi Rúnar Leifsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Vatnsdal, blóðsonur Tryggva Rúnars Leifssonar, var tveggja ára þegar faðir hans var hnepptur í gæsluvarðhald á Þorláksmessu 1975, grunaður um aðild að hvarfi Guðmundar Einarssonar. Þegar Arnar var tólf ára, árið 1985, var hann ættleiddur en þá voru fjögur ár liðin síðan faðir hans losnaði úr fangelsi. Arnar gerði nýlega kröfu á hendur ríkinu og krafðist 85 milljóna í miskabætur vegna sýknudóms Hæstaréttar, eftir endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálanna, yfir föður hans. Ríkið hefur nú hafnað kröfu hans.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Tryggvi Rúnar lést 2009. Eiginkona hans og dóttir fengu samtals 171 milljón í bætur í upphafi árs á grundvelli laga sem voru samþykkt á síðasta ári um heimild til að greiða dómþolum og erfingjum þeirra bætur vegna málsins.

Arnar beindi nýlega 85 milljóna króna kröfu um miskabætur að forsætisráðherra sem vísaði málinu til Andra Árnasonar setts ríkislögmanns.

Í bréfi, sem er dagsett 15. júní, var bótakröfunni hafnað með vísan til þess að ættleiddur sonur teljist ekki lengur barn kynföður síns í lagalegum skilningi. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Arnars, staðfesti þetta við Fréttablaðið.

„Já það er rétt, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er búin að hafna kröfu umbjóðanda míns þó að réttur hans til bóta samkvæmt lögum sem hún mælti fyrir sé skýr og ótvíræður að mínu mati. Forsætisráðherrann okkar virðist hins vegar vera frábær leikkona því hún blekkti mig og fleiri þegar hún beygði af í umræðum um lögin í þinginu í fyrra. Nú er komið í ljós að hún grét krókódílstárum. Það skiptir nefnilega ekki máli hvað þú getur, heldur hvað þú gerir, en því miður virðist forsætisráðherra ekki hafa hlustað mikið á Purrk Pillnik.“

Sagði hann í samtali við Fréttablaðið. Hann sagði einnig ljóst að ríkinu verði stefnt fyrir dóm og því muni dómstólar skera úr um rétt Arnars til bóta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Einar óttast að lýðræðið sé að hverfa – „Höfum við misst stjórnina?“

Einar óttast að lýðræðið sé að hverfa – „Höfum við misst stjórnina?“
Fréttir
Í gær

Árásarmaður Rushdie fær þungan dóm

Árásarmaður Rushdie fær þungan dóm
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skrímslið Brynjar Joensen enn einu sinni fyrir dóm – Sakfelldur fyrir brot gegn 15 stúlkum undir lögaldri

Skrímslið Brynjar Joensen enn einu sinni fyrir dóm – Sakfelldur fyrir brot gegn 15 stúlkum undir lögaldri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Ef það hefði farið mikið hærra væri ég ekki endilega hér. Á hverjum degi þakka ég fyrir að vera á lífi“

„Ef það hefði farið mikið hærra væri ég ekki endilega hér. Á hverjum degi þakka ég fyrir að vera á lífi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óttast að ákvæðið verði notað til að hindra að fatlað fólk flytji í Hafnarfjörð – „Ætti að geta valið sér búsetu eins og aðrir í samfélaginu“

Óttast að ákvæðið verði notað til að hindra að fatlað fólk flytji í Hafnarfjörð – „Ætti að geta valið sér búsetu eins og aðrir í samfélaginu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þrír með stöðu sakbornings vegna brunans á Stuðlum þegar 17 ára piltur lést

Þrír með stöðu sakbornings vegna brunans á Stuðlum þegar 17 ára piltur lést
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Angjelin er í opnu fangelsi og mun aðeins afplána helming dómsins

Angjelin er í opnu fangelsi og mun aðeins afplána helming dómsins
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ása er stolt af því að vera þingkona: „Það er þó eitt við þetta starf sem ég er enn að reyna að skilja“

Ása er stolt af því að vera þingkona: „Það er þó eitt við þetta starf sem ég er enn að reyna að skilja“