fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
Fréttir

Dæmd í 60 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir samlokuþjófnað – konunni ekki skipaður verjandi

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 18. júní 2020 10:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrr í vikunni dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur konu til 60 daga fangelsisvistar, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir að stela samloku. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu sótti konuna til saka. Samkvæmt gögnum málsins stal konan samloku að andvirði 977 kr. í verslun Krónunnar á Fiskislóð í Reykjavík þann 19. maí 2019.

Í dómi sem birtur er 13 mánuðum eftir samlokustuldinn kemur fram að konunni hafi verið stefnt en ekki mætt við þingfestingu málsins. Var því konan dæmd að henni fjarstaddri á grundvelli heimildar í lögum um meðferð sakamála. Ekki er að sjá á gögnum málsins að konunni hafi verið skipaður verjandi.

Málið 13 mánuði í kerfinu og ætlaður málskostnaður margfalt andvirði samlokunnar

Má ætla að talsverður kostnaður hafi fallið til í ákæruferli málsins, bæði beinn og óbeinn, enda að ýmsum formsatriðum að huga þegar sakamál eru sótt. Fyrst má ætla að forsvarsmenn Krónunnar á Granda hafi kallað til lögreglu vegna málsins og að lögreglan hafi komið á vettvang og tekið skýrslu. Lögreglumenn eru iðulega tveir saman. Eftir það fer málið í ákæruferli hjá ákærusviði lögreglu. Lögreglan gefur svo út ákæru og sakborningi er stefnt fyrir dómstól með stefnu. Þess má geta að bara stefnuútgáfan kostar, samkvæmt verðskrá dómstólanna, 19.000 kr. eða um nítjánfalt andvirði samlokunnar.

Það er því ljóst að kostnaður vegna málsins að teknu tilliti til kaups lögreglumanna, lögmanna lögreglustjóraembættis, dómara, starfsmanna Héraðsdóms, stefnuútgáfu og stefnuvotta, prentkostnaðar auk ýmislegs annars, hleypur á tugum ef ekki hundruðum þúsunda króna.

Dómurinn sambærilegur þeim í heimilisofbeldis-, dópsölu- og líkamsárásarmálum

Með þjófnaðinum rauf konan skilorð og er eldri dómur skv. almennum hegningarlögum reiknaður inn í dóminn. Engu að síður gæti einhverjum fundist skjóta skökku við að svo þungur dómur skuli falla fyrir ekki merkilegri sakir.

Til samanburðar má nefna að í apríl á þessu ári dæmdi Héraðsdómur Vestfjarða karlmann í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa „á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð sambýliskonu sinnar“. Sló hann konuna ítrekað og hrinti henni í gólfið og dró hana eftir því. Hlaut konan af þessu mar, skurði og sár.

Í öðru máli var maður dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir ítrekaðan ölvunarakstur, vörslu fíkniefna og fyrir að hafa ráðist á mann á Selfossi, slegið hann í höfuðið svo hann féll til jarðar og haldið áfram að slá og sparka í manninn er hann lá á jörðinni.

Í birtum dómi á heimasíðu Héraðsdóms hefur nafn konunnar ekki verið afmáð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Einar óttast að lýðræðið sé að hverfa – „Höfum við misst stjórnina?“

Einar óttast að lýðræðið sé að hverfa – „Höfum við misst stjórnina?“
Fréttir
Í gær

Árásarmaður Rushdie fær þungan dóm

Árásarmaður Rushdie fær þungan dóm
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skrímslið Brynjar Joensen enn einu sinni fyrir dóm – Sakfelldur fyrir brot gegn 15 stúlkum undir lögaldri

Skrímslið Brynjar Joensen enn einu sinni fyrir dóm – Sakfelldur fyrir brot gegn 15 stúlkum undir lögaldri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Ef það hefði farið mikið hærra væri ég ekki endilega hér. Á hverjum degi þakka ég fyrir að vera á lífi“

„Ef það hefði farið mikið hærra væri ég ekki endilega hér. Á hverjum degi þakka ég fyrir að vera á lífi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óttast að ákvæðið verði notað til að hindra að fatlað fólk flytji í Hafnarfjörð – „Ætti að geta valið sér búsetu eins og aðrir í samfélaginu“

Óttast að ákvæðið verði notað til að hindra að fatlað fólk flytji í Hafnarfjörð – „Ætti að geta valið sér búsetu eins og aðrir í samfélaginu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þrír með stöðu sakbornings vegna brunans á Stuðlum þegar 17 ára piltur lést

Þrír með stöðu sakbornings vegna brunans á Stuðlum þegar 17 ára piltur lést
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Angjelin er í opnu fangelsi og mun aðeins afplána helming dómsins

Angjelin er í opnu fangelsi og mun aðeins afplána helming dómsins
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ása er stolt af því að vera þingkona: „Það er þó eitt við þetta starf sem ég er enn að reyna að skilja“

Ása er stolt af því að vera þingkona: „Það er þó eitt við þetta starf sem ég er enn að reyna að skilja“