fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fréttir

Erfitt ástand í Bretlandi – merkjavöruóðir bretar bíða klukkustundum saman

Tobba Marinósdóttir
Miðvikudaginn 17. júní 2020 13:05

Bretar smekkfylltu fataverslanir á mánudaginn og kaupgleðin heldur áfram.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bresk yfirvöld hafa nú leyft opnanir á verslunum sem selja ónauðsynlegan varning á borð við fatnað. Mörg hundruð manns hrúguðust í Primark á mánudaginn, fyrsta opnunardegi eftir samkomubann. Það sama var upp á teningnum í Bicester Village sem er vinsælt merkjavöruþorp í Bretlandi en fjöldinn þar var mjög mikill þó engar tölu hafi fengist staðfestar.  The Daily Mail greinir frá ýmsum atvikum þar sem mikill mannfjöldi hrúgaðist saman í verslunum.

Mikið tap

Fólk hafði safnast í raðir mörgum klukkustundum áður en verslanir opnuðu. Yfir 5000 manns skrifað undir undirskriftalista þess efnis að stjórnendur Bicester Village grípi til aðgerða til að fólk virði fjarlægðartakmarkanir svo koma megi í veg fyrir fjöldasmit kaupóðra breta. Mótrök ráðamanna gegn því að loka aftur eru þau að atvinnulífið verði að komast aftur í gang en fjöldi verslanna hefur lokað fyrir fullt og allt. Spurning er hver fórnarkostnaðurinn verður.  Samband breskra smásölufyrirtækja segir tekjutap ómatartengdra verslana vera um 1,8 billjón punda á viku.

Mega fara í Primark en ekki skólann

Þingmaðurinn Robert Halfon hefur gagnrýnt opnanirnar og bent á að enn sé skólar lokaðir. Halfon spurði í skipulagðri umræðu um menntamál hvernig á því stæði að börn og foreldrar þeirra gætu farið í Primark en ekki í skólann? En gilda miklar takmarkanir um skólahald. Menntamálaráðherra hefur gefið út að grunnskólar opni ekki að fullu fyrr en í september í fyrsta lagi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin