fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
Fréttir

Útför Alfreðs í dag: Dagur B rifjar upp sögur af Alfreð og 100 daga meirihlutanum

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 16. júní 2020 09:19

Alfreð Þorsteinsson. Mynd: Fréttablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útför Alfreðs Þorsteinssonar, f.v. blaðamanns og borgarfulltrúa, verður í dag 16. júní. Alfreð lést sem kunnugt er 27. maí s.l. Alfreð var blaðamaður lengi vel fyrir Tímann sem kennt var við Framsóknarflokkinn. Hann gerðist varaborgarfulltrúi fyrir Framsókn árið 1970 og borgarfulltrúi 1971. Á næstum áratugum átti hann eftir að sitja með hléum í borgarstjórn fyrir Framsókn og Reykjavíkurlistann. Jafnframt gegndi Alfreð ýmsum trúnaðarstöðum og stjórnarsetu í ýmsum fyrirtækjum, þó helst orkufyrirtækjum ríkis og bæja.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri rifjar upp kynni sín af Alfreði á Facebook í morgun: „Alfreð tók fyrst sæti í borgarstjórn áður en ég fæddist. Ég var lengi að kynnast honum. Alfreð gat verið hægur og dulur og sinnti sínu. Ég minnist hans þó ekki síður fyrir húmor, þessa launkímni og blik í auga. Hann ræskti sig á einkennandi hátt, og svo kom kúnstpása, áður en hann botnaði setninguna og glotti út í annað um leið og hann strauk hægri hendi niður eftir bindinu og lagaði svo ermina á skyrtunni.“

Ennfremur rifjar Dagur upp hlut Alfreðs í myndun 100 daga meirihlutans svokallaða, en hann var myndaður af öllum flokkum í borgarstjórn nema Sjálfstæðisflokknum og lifði í rétt rúmlega 100 daga, styðst allra borgarstjórnarmeirihluta. Þessa rúma 100 daga leiddi Dagur meirihluta borgarstjórnar sem borgarstjóri.

Fyrirhuguð sala Orkuveitu var skrefi of langt gengið

„Alfreð var trúr Reykjavíkurlistanum í gegnum þunnt og þykkt. Sjálfstæðisflokkurinn lá í honum þegar færi gafst. En hann gaf sig ekki. Hann átti hins vegar nokkurn hlut að máli við að undirbúa jarðveginn fyrir meirihluta Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokks vorið 2006. Þá sögu kann ég. Þetta var skammlífur meirihluti sem endaði með því að Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði að forða klofningi í eigin hópi með því að selja hluta Orkuveitunnar. Þar var stigið á strik. Ekki síst hjá Alfreð sem þá var þó hættur formlegum afskiptum af pólitík. Eftir að Ólafur F. Magnússon hafði samband við mig og hvatti til myndunar nýs meirihluta réðum við Svandís Svavarsdóttir ráðum okkar – og svo heyrði ég í Alfreð. Við Björn Ingi Hrafnsson hittumst í kjölfarið heima hjá honum í Breiðholtinu til að binda um þá hnúta. Hundrað daga meirihlutinn svo nefndi varð til,“ segir Dagur.

Alfreð varð 76 ára gamall í febrúar. Hann eignaðist tvær dætur með eiginkonu sinni, Guðnýju Kristjánsdóttur, þær Lilju Dögg, mennta- og menningarmálaráðherra, og Lindu Rós, sérfræðing í félagsmálaráðuneytinu. Ásamt þeim lætur Alfreð eftir sig þrjú barnabörn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varar foreldra við að setja handklæði utan um axlir barna – Er stórhættulegt og til er mun betri leið

Varar foreldra við að setja handklæði utan um axlir barna – Er stórhættulegt og til er mun betri leið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar óttast að lýðræðið sé að hverfa – „Höfum við misst stjórnina?“

Einar óttast að lýðræðið sé að hverfa – „Höfum við misst stjórnina?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Máttu reka framkvæmdastjóra sem notaði 12 tölvur fyrirtækisins til að grafa eftir rafmynt

Máttu reka framkvæmdastjóra sem notaði 12 tölvur fyrirtækisins til að grafa eftir rafmynt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óttast að ákvæðið verði notað til að hindra að fatlað fólk flytji í Hafnarfjörð – „Ætti að geta valið sér búsetu eins og aðrir í samfélaginu“

Óttast að ákvæðið verði notað til að hindra að fatlað fólk flytji í Hafnarfjörð – „Ætti að geta valið sér búsetu eins og aðrir í samfélaginu“