„Það verður reynt að flytja þá úr landi sem reynast neikvæðir.“ Hefur Morgunblaðið eftir Þórólfi Guðnasyni sóttvarnarlækni í umfjöllun um málið.
Það voru karl og kona sem greindust með smit og voru þau fyrstu COVID-19 sjúklingarnir sem komu á göngudeild Landspítalans í heilan mánuð. Haft er eftir Þórólfi að málið sýni þörfina á að skima á landamærunum og taka skimunina föstum tökum.
„Ef fólk fer ekki eftir því sem því er sagt að gera þurfum við enn frekar að skima.“
Er haft eftir Þórólfi sem sagðist ekki hafa áhyggjur af hugsanlegum afleiðingum þess að landið verður nú opnað á nýjan leik. Hann sagðist telja að nú séu yfirvöld betur í stakk búin til að fylgjast með þeim sem koma til landsins og með þessum hætti sé verið að efla eftirlit enn frekar.
Átta flugvélar eru væntanlegar til landsins í dag samkvæmt flugáætlun og með þeim um 600 farþegar.
Hjá Landspítalanum tekur sú breyting gildi í dag að þeir sem greinast með COVID-19 verða kallaðir inn á göngudeild og á það jafnt við um Íslendinga sem útlendinga.