fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fréttir

Vilja senda Rúmenana úr landi

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 15. júní 2020 07:45

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er unnið að því að senda Rúmenana, sem voru í hópi þeirra ekki virtu reglur um sóttkví en reyndust ekki smitaðir af kórónuveirunni, úr landi. Í allt er um að ræða tólf Rúmena sem eru grunaðir um að hafa brotið sóttvarnarlög með því að halda sig ekki í sóttkví í 14 daga eftir komuna til landsins. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum þá eru tveir þeirra með virk smit og verða því ekki fluttir úr landi. Sex eru enn ófundnir.

„Það verður reynt að flytja þá úr landi sem reynast neikvæðir.“ Hefur Morgunblaðið eftir Þórólfi Guðnasyni sóttvarnarlækni í umfjöllun um málið.

Það voru karl og kona sem greindust með smit og voru þau fyrstu COVID-19 sjúklingarnir sem komu á göngudeild Landspítalans í heilan mánuð. Haft er eftir Þórólfi að málið sýni þörfina á að skima á landamærunum og taka skimunina föstum tökum.

„Ef fólk fer ekki eftir því sem því er sagt að gera þurfum við enn frekar að skima.“

Er haft eftir Þórólfi sem sagðist ekki hafa áhyggjur af hugsanlegum afleiðingum þess að landið verður nú opnað á nýjan leik. Hann sagðist telja að nú séu yfirvöld betur í stakk búin til að fylgjast með þeim sem koma til landsins og með þessum hætti sé verið að efla eftirlit enn frekar.

Átta flugvélar eru væntanlegar til landsins í dag samkvæmt flugáætlun og með þeim um 600 farþegar.

Hjá Landspítalanum tekur sú breyting gildi í dag að þeir sem greinast með COVID-19 verða kallaðir inn á göngudeild og á það jafnt við um Íslendinga sem útlendinga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ
Fréttir
Í gær

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraðbankamálið: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds yfir konu

Hraðbankamálið: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds yfir konu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”