fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
Fréttir

Vilja senda Rúmenana úr landi

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 15. júní 2020 07:45

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er unnið að því að senda Rúmenana, sem voru í hópi þeirra ekki virtu reglur um sóttkví en reyndust ekki smitaðir af kórónuveirunni, úr landi. Í allt er um að ræða tólf Rúmena sem eru grunaðir um að hafa brotið sóttvarnarlög með því að halda sig ekki í sóttkví í 14 daga eftir komuna til landsins. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum þá eru tveir þeirra með virk smit og verða því ekki fluttir úr landi. Sex eru enn ófundnir.

„Það verður reynt að flytja þá úr landi sem reynast neikvæðir.“ Hefur Morgunblaðið eftir Þórólfi Guðnasyni sóttvarnarlækni í umfjöllun um málið.

Það voru karl og kona sem greindust með smit og voru þau fyrstu COVID-19 sjúklingarnir sem komu á göngudeild Landspítalans í heilan mánuð. Haft er eftir Þórólfi að málið sýni þörfina á að skima á landamærunum og taka skimunina föstum tökum.

„Ef fólk fer ekki eftir því sem því er sagt að gera þurfum við enn frekar að skima.“

Er haft eftir Þórólfi sem sagðist ekki hafa áhyggjur af hugsanlegum afleiðingum þess að landið verður nú opnað á nýjan leik. Hann sagðist telja að nú séu yfirvöld betur í stakk búin til að fylgjast með þeim sem koma til landsins og með þessum hætti sé verið að efla eftirlit enn frekar.

Átta flugvélar eru væntanlegar til landsins í dag samkvæmt flugáætlun og með þeim um 600 farþegar.

Hjá Landspítalanum tekur sú breyting gildi í dag að þeir sem greinast með COVID-19 verða kallaðir inn á göngudeild og á það jafnt við um Íslendinga sem útlendinga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ásakanir ganga á víxl á milli eigenda fasteignar á Vesturlandi – Kærðir fyrir húsbrot en svöruðu með fullyrðingum um hústöku og sóðaskap

Ásakanir ganga á víxl á milli eigenda fasteignar á Vesturlandi – Kærðir fyrir húsbrot en svöruðu með fullyrðingum um hústöku og sóðaskap
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varar foreldra við að setja handklæði utan um axlir barna – Er stórhættulegt og til er mun betri leið

Varar foreldra við að setja handklæði utan um axlir barna – Er stórhættulegt og til er mun betri leið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Boðar grundvallarbreytingar á umgjörð elsta ríkisútvarps heims

Boðar grundvallarbreytingar á umgjörð elsta ríkisútvarps heims
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Framlag ríkisins til umdeilds listaverks hefur hækkað um 10 milljónir á einu ári

Framlag ríkisins til umdeilds listaverks hefur hækkað um 10 milljónir á einu ári