Mikið annríki var hjá lögreglu í gærkvöldi og nótt. Fjöldi bifreiða voru stöðvaðar þar sem ökumaður var grunaður undir akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.
Ofurölvi maður var handtekinn þar sem hann svaf í anddyri Barnaspítalans. Hann var vistaður sökum ástands í fangageymslu lögreglu.
Um hálf eitt í nótt var maður í annarlegu ástandi handtekinn í íbúðarhúsnæði í miðbænum. Maðurinn er grunaður um eignaspjöll og var vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.
Í Hafnarfirði var par handtekið grunað um nytjastuld bifreiðar og akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna. Parið var vistað fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.
Um hálf tíu í gærkvöldi var maður handtekinn í Kópavogi. Hann var grunaður um líkamsárás og vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu. Árásarþolinn er grunaður um eignaspjöll.
Í Breiðholti var bifreið stöðvuð þar sem ökumaðurinn var grunaður um að hafa ekið á móti einstefnu, ekið yfir gatnamót á rauðu ljósi og akstur bifreiðar undir áhrifum áfengis og fíkniefna.