fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Íbúar í Rimahverfi safna undirskriftum gegn „hverfisperranum“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 12. júní 2020 07:00

Frá leikvellinum í Rimahverfi rétt hjá íbúð mannsins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúar í Rimahverfi eru orðnir langþreyttir á meintum „hverfisperra“ sem hefur verið töluvert til umræðu í fjölmiðlum síðustu daga. Viðkomandi býr á jarðhæð í fjölbýlishúsi nálægt leikvelli. Hann hlaut dóm fyrir blyðgunarsemisbrot árið 2014. Foreldrar eru ósáttir við að maðurinn fái að ganga laus óáreittur þar sem ekki sé annað að sjá en hann haldi áfram að brjóta af sér. Nú eru íbúar í hverfinu að safna undirskriftum, sem á meðal annars að afhenda dómsmálaráðherra, þar sem aðgerða er krafist.

Í grein sem Ragnheiður Lára Guðrúnardóttir og Sigurður Hólm Gunnarsson, foreldrar í Rimahverfi, skrifuðu á Vísi.is í vikunni fjölluðu þau um manninn. Þar segja þau meðal annars að hann áreiti börnin í hverfinu kynferðislega dag eftir dag og hafi gert áratugum saman. Hann hangi í glugganum og frói sér yfir börnum sem eru að leik á leikvellinum framan við stofugluggann hans. Hann hafi margoft verið kærður, hafi hlotið einn dóm, allir viti af honum en ekkert sé gert í málinu.

Á Facebooksíðu íbúa í Grafarvogi er nú verið að safna undirskriftum þar sem tafarlausra aðgerða er krafist til verndar börnum í Rimahverfi gegn ítrekaðri kynferðislegri áreitni. Til stendur að afhenda dómsmálaráðherra, félagsmálaráðherra, barnaverndaryfirvöldum, Umboðsmanni barna og fleirum undirskriftirnar.

Texti undirskriftalistans er svohljóðandi:

„Erindi: 

Ósk um samráð og tafarlausar aðgerðir til að vernda börn í Rimahverfi í Grafarvogi gegn ítrekaðri kynferðislegri áreitni.

Við undirrituð óskum eftir samráði og aðgerðum við dómsmálaráðherra, barnamálaráðherra, Barnaverndarstofu, Barnavernd Reykjavíkur, Miðgarð, Reykjavíkurborg, umboðsmann barna og Íbúaráð Grafarvogs til að bregðast við langvarandi aðgerðarleysi er varðar öryggi barna í Rimahverfi í Grafarvoginum.

Í um fimmtán ár hafa tilkynningar borist af ósæmilegri hegðun íbúa hverfisins er varðar brot á blygðunarsemi barna skv. 209 gr. almennra hegningarlaga nr. 1940/19. Brotið hefur verið á fjölda barna með reglubundnu athæfi einstaklings sem hefur áður hlotið dóma vegna sama athæfis. Ekkert lát virðist vera á hegðun viðkomandi og óttumst við að hann haldi gjörðum sínum áfram verði ekki brugðist við með viðeigandi hætti. Umræddur íbúi býr í nokkurra metra nálægð við leikvöll og gönguleið barna í skóla.

Börnin okkar eiga rétt á því að alast upp í öruggu umhverfi. Í lögfestum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna segir í 34 gr. að aðildarríki skuldbindi sig til að vernda börn fyrir hvers kyns kynferðislegri misnotkun í kynferðislegum tilgangi. Í núgildandi barnalögum nr. 76/2003 segir jafnframt í 1. grein að barn eigi rétt á að lifa, þroskast og njóta verndar, umönnunar og annarra réttinda í samræmi við aldur sinn og þroska og án mismununar af nokkru tagi. Óheimilt er að beita barn hvers kyns ofbeldi eða annarri vanvirðandi háttsemi.

Teljum við, undirrituð að vanbúnaður sé á öryggi barna okkar sem bregðast þurfi við strax. Því óskum við eftir viðbrögðum, samráði og aðgerðum að hálfu ofangreindra aðila.

Með ósk um skjót viðbrögð,“

Undir þetta hafa fjölmargir nú þegar skrifað. Stefnt er á að afhenda listann á mánudaginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast