fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Lítill áhugi Bandaríkjamanna á ferðum hingað til lands

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 10. júní 2020 08:00

Ferðamenn með töskur í eftirdragi eru algeng sjón í mörgum borgum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lítill áhugi er á ferðalögum næstu mánuði á helstu markaðssvæðum íslenskrar ferðaþjónustu. Bandaríkjamenn, sem eru einn mikilvægasti markhópur greinarinnar, eru tregari til að ferðast á næstunni en aðrir.

Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem MMR gerði fyrir Íslandsstofu í Bandaríkjunum, Bretlandi og Þýskalandi. Fréttablaðið skýrir frá þessu.

„Könnunin gefur okkur forsendur til að meta hvernig best sé að nálgast mismunandi markhópa með ólíkum hætti. Á þeim markaðssvæðum sem opnast fyrr, til dæmis Bretland og Þýskaland, þurfum við að vera með beinskeytta markaðssetningu fyrir Ísland sem áfangastað. Í Bandaríkjunum þurfum við hins vegar að byggja upp ímynd og áhuga til lengri tíma.“

Er haft eftir Daða Guðjónssyni fagstjóra hjá Íslandsstofu.

Í niðurstöðum könnunarinnar, sem einblíndi á fólk sem er líklegra til að ferðast fyrr en aðrir, kemur fram að um 30% Þjóðverja geta hugsað sér að ferðast næsta hálfa árið, um 24% Breta og 16% Bandaríkjamanna. Niðurstöðurnar benda til að flestir Bretar og Þjóðverjar, sem eru reiðubúnir til að ferðast til útlanda á nýjan leik, horfi til haustsins en Bandaríkjamenn horfa hins vegar til áramótanna.

Haft er eftir Matthíasi Kjartanssyni, sölustjóra hjá Iceland Protravel, að áhugi sé til staðar á ferðum hingað til lands en margir séu hikandi vegna skimunargjaldsins. Auk þess hafi misvísandi skilaboð frá stjórnvöldum ekki bætt úr skák.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Vill að Silja Bára verði rekin: „Hún hefur haft næg tækifæri til að tjá sig en þegir bara“

Vill að Silja Bára verði rekin: „Hún hefur haft næg tækifæri til að tjá sig en þegir bara“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi
Fréttir
Í gær

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs
Fréttir
Í gær

Ekkert foreldri hafi óskað eftir flutningi barns síns af Múlaborg

Ekkert foreldri hafi óskað eftir flutningi barns síns af Múlaborg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsk móðir á Íslandi stefnir barnsföður sínum fyrir héraðsdóm en segir hann vera í felum

Úkraínsk móðir á Íslandi stefnir barnsföður sínum fyrir héraðsdóm en segir hann vera í felum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Samþykkt að byggja fjölbýlishús í Reykjanesbæ nærri mögulegu flóðasvæði

Samþykkt að byggja fjölbýlishús í Reykjanesbæ nærri mögulegu flóðasvæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“