fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

Víðir segir að mótmælin hafi verið brot á samkomubanni

Jón Þór Stefánsson
Mánudaginn 8. júní 2020 14:45

Víðir Reynisson. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, ræddi stuðningsmótmælin sem haldin voru í seinustu viku vegna kynþáttamismunar og lögregluofbeldis, einkum vegna morðsins á George Floyd. Víðir sagði á upplýsingafundinum sem nú stendur  yfir að umrædd mótmæli hefði verið brot á samkomubanni, en að lögregla hefði ákveðið að best væri að grípa ekki inn í.

„Það hefur alveg komið skýrt fram að það er tvö hundruð manna samkomubann. Þarna var framið samkomubrot. Það var metið þannig að það myndi hafa verri afleiðingar að reyna að brjóta upp samkomuna. Þarna var tvö hundruð manna samkomubann í gildi. Skipuleggjendur þessarar uppákomu höfðu reiknað með að það kæmu tvö hundruð manns á svæðið, en það komu miklu fleiri og var það mat lögreglunnar að skynsamlegast væri eins og staðan var þarna að grípa ekki inn í þetta.“

Víðir sagði að lögreglan hefði lært af þessum mótmælum og að nú þyrftu skipuleggjendur að taka ábyrgð á fjölda mótmælenda.

„Við höfum síðan í framhaldinu tekið þetta sem góðan lærdóm af því hvernig við munum í samskiptum við aðra skipuleggjendur haga upplýsingagjöf og hvernig þeir þurfa að taka ábyrgð á því að takmarka aðgengi að sínum viðburðum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt