fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Fréttir

Ólafur Hand sýknaður

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 5. júní 2020 14:26

Ólafur Hand og Kolbrún Anna eiginkona hans. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Hand, fyrrverandi upplýsingafulltrúi Eimskipa, var í dag sýknaður fyrir Landsrétti af ákæru um ofbeldi gegn barnsmóður sinni.

Landsréttur sneri þar með við dómi Héraðsdóms í málinu frá því í desember 2018 þar sem Ólafur var sakfelldur fyrir ofbeldisbrot.

Ólafur var ennfremur sýknaður af kröfu stefnanda um miskabætur.

DV greindi frá málinu þann 4. janúar árið 2019. Atvikið átti sér stað á heimili Ólafs sumarið 2016. Barnsmóðir hans kom á heimili Ólafs og eiginkonu hans  til að sækja barnið fyrir utanlandsferð. Kom hún fyrir þann tíma er Ólafur átti að láta barnið af hendi. Ólafur og barnsmóðirin deildu um hvort bólusetning barnsins fyrir ferðina, sem var heitið til Indónesíu, væri fullnægjandi. Virðast þær deilur hafa valdið barnsmóðurinn miklum óróa.

Til átaka kom á heimilinu og var Ólafur sakfelldur fyrir að hafa tekið konuna hálstaki, þrengt ítrekað að hálsi hennar, hrint henni þannig að hún féll í gólfið, rifið í hár hennar og ýtt henni utan í vegg.

Ólafur andmælti kröftuglega þessari lýsingu og hann og Kolbrún staðhæfðu að barnsmóðirin hefði ruðst inn í húsið og látið öllum illum látum, sparkað í hund hjónanna og ráðist að þeim.

Lögreglumaður sem var kallaður til og stóð fyrir utan húsið bar vitni um að barnsmóðirin hafi misst stjórn á sér áður en hún fór inn í húsið. Hafi hún barið ofsalega á húsdyrnar og öskrað að löggan væri á staðnum.

Þau kærðu atvikið. Eftir að barnsmóður Ólafs barst sú kæra kærði hún hann fyrir líkamsárás. Ólafur og Kolbrún voru síðar ákærð fyrir líkamsárás á barnsmóðurina. Kolbrún var sýknuð en Ólafur sakfelldur.

Landsréttur hefur nú snúið við þeim dómi. Í dómnum kemur fram að óumdeilt sé að barnsmóðirin hafi farið óboðin inn á heimili Ólafs og Kolbrúnar. Standi orð Ólafs og Kolbrúnar gegn orðum barnsmóðurinnar og sambýlismanns hennar um atvik inni í húsinu. Vitnisburður matsmanna fyrir Landsrétti veiki sönnunargildi gagna um áverka á barnsmóðurinni. Þá segir að ósamræmi sé í framburði sambýlismanns barnsmóðurinnar hjá lögreglu annars vegar og fyrir héraðsdómi hins vegar varðandi tildrög þess að barnsmóðirin féll í gólfið í átökunum og varðandi kverkatak sem hann segir að Ólafur hafi tekið konuna. Varðandi mat á framburði hans verði líka að hafa í huga tengsl hans við barnsmóðurina.

Í dómnum er einnig bent á að gegn framburði barnsmóðurinnar og sambýlismanns hennar standi afdráttarlaus neitun og stöðugur framburður Ólafs, sem sé í góðu samræmi við framburð Kolbrúnar Önnu. Í forsendum héraðsdóms sé í engu lagt mat á sönnunargildi framburðar Ólafs. Hins vegar liggi ekkert fyrir sem sé sérstaklega til þess fallið að rýra framburð hans.

Ólafur var fyrir Landsrétti sýknaður af ákæru um líkamsárás og kröfum um miskabætur á hendur honum var vísað frá. 

„Gátum ekki fengið betri gjöf“

Málsaðilar hafa lítið viljað láta hafa eftir sér um málið en Kolbrún Anna Jónsdóttir, eiginkona Ólafs, sagði þó við DV:  „Í dag erum við að fagna brúðkaupsafmælinu okkar og gátum ekki fengið betri gjöf.“

Dómur Héraðsdóms kostaði Ólaf Hand starf hans sem upplýsingafulltrúa og markaðsstjóra hjá Eimskipum en honum var sagt upp skömmu eftir að fjölmiðlar greindu frá dómnum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Haaland snýr aftur
Fréttir
Í gær

Minnst sjö hafa kært Írisi Helgu fyrir umsáturseinelti

Minnst sjö hafa kært Írisi Helgu fyrir umsáturseinelti
Fréttir
Í gær

Staksteinar gera stólpagrín að borgarfulltrúa Pírata

Staksteinar gera stólpagrín að borgarfulltrúa Pírata
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér