Álagningarskrá einstaklinga verður ekki lögð fram á árinu 2020. Ástæðuna má rekja til bráðabirgða lagaheimildar sökum faraldurs COVID-19. Ákvæðið var sett að tillögu efnahags- og viðskiptanefndar sem sagði:
„Við framlagningu álagningarskrár skattaðila gerir fjöldi manns sér ferð í afgreiðslur Skattsins um land allt. Mikilvægt væri að tryggja að embættið geti uppfyllt lögbundnar skyldur sínar en þó tekið tillit til reglna um takmarkanir á samkomum sem og gætt að almennum sóttvarnarsjónarmiðum“
Það er á grundvelli upplýsinga úr álagningarskrá sem tekjublað DV er unnið. Því er ljóst að ekkert verður af útgáfu tekjublaðsins þetta árið.
Samkvæmt upplýsingum á vef ríkisskattstjóra verða skattskrár lagðar fram í janúar 2021, en framkvæmd þess verður auglýst síðar.