fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fréttir

Rúmlega helmingi starfsmanna Birtings sagt upp – Fjórir blaðamenn fjúka

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 29. maí 2020 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meðal þeirra starfsmanna sem sagt hefur verið upp hjá Birtingi, sem gefur út Mannlíf og mörg önnur þekkt tímarit, auk fréttavefsins mannlif.is, eru fjórir blaðamenn. Samkvæmt heimildum DV er einn þeirra Ragna Gestsdóttir. Þá liggur fyrir að Reynir Traustason ritstjóri heldur starfi sínu. Þessir fjórir blaðamenn eru allir í föstu starfi en þess skal getið að töluvert af efni miðla útgáfunnar er skrifaði af verktökum.

Uppsagnirnar eru þvert á deildir og hefur meðal annars fimm sölumönnum verið sagt upp. Fjórtán af 27 starfsmönnum hefur verið sagt upp og er því um að ræða rúmlega helming starfsfólks fyrirtækisins.

„Við erum að endurskipuleggja reksturinn. Eins og við vitum þá mæta tekjurnar ekki kostnaði og við erum auðvitað að reyna að fyrirbyggja það að sitja ekki uppi með of mikinn kostnað. Við vonum að við getum ráðið einhverja aftur. Við erum bara að fara inn í mjög skrýtna tíma,“ segir Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Birtings.

„Blaðamenn eru að gera góða hluti, sama hvar þeir eru og þetta er vanmetin stétt,“ segir Sigríður enn fremur.

Ritstjórinn heldur áfram

Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, heldur sínu starfi. Hann vill lítið tjá sig um uppsagnirnar enda sé hann ekki talsmaður fyrirtækisins heldur sé í launþegasambandi við það. „Ég er ráðinn hingað til ákveðinna verkefna og þau halda áfram,“ segir Reynir.

„Þetta er örugglega sársaukafullt bæði fyrir þá sem þurfa að standa í þessum uppsögnum og þá sem fyrir þeim verða. En þetta er veruleikinn í íslenskum fjölmiðlum, það  er mjög víða tap og mjög víða óöryggi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Neysla íslenskra barna á ávöxtum og grænmeti hefur aukist um 20 tonn

Neysla íslenskra barna á ávöxtum og grænmeti hefur aukist um 20 tonn
Fréttir
Í gær

Fyrrum bæjarfulltrúi dreginn fyrir dóm í leigudeilu – Lætur ekki ná í sig í Noregi

Fyrrum bæjarfulltrúi dreginn fyrir dóm í leigudeilu – Lætur ekki ná í sig í Noregi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telja að algengasta verkjalyf heims gæti aukið líkur á einhverfu og ADHD

Telja að algengasta verkjalyf heims gæti aukið líkur á einhverfu og ADHD
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þetta eru skilyrðin sem Pútín setur fyrir friðarsamningi

Þetta eru skilyrðin sem Pútín setur fyrir friðarsamningi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Framkvæmdir við græna gímaldið ekki stöðvaðar

Framkvæmdir við græna gímaldið ekki stöðvaðar