Um klukkan eitt í nótt voru ökumaður og farþegi handteknir á Suðurlandsvegi. Ökumaðurinn er grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis og fíkniefna, að aka ítrekað án gildra ökuréttinda, vörslu fíkniefna, að fara ekki að fyrirmælum lögreglu, ofbeldi gegn lögreglumönnum og auk þess neitaði hann að segja til nafns. Farþeginn fór ekki að fyrirmælum lögreglu, tálmaði lögreglu störf og er grunaður um brot á lyfjalögum.
Tveir ökumenn til viðbótar voru handteknir, grunaðir um að vera undir áhrifum fíkniefna.
Slökkvilið slökkti sinueld við Bústaðaveg/Reykjanesbraut um klukkan tvö í nótt.
Eldur kom upp í gaskút/gasgrilli í gærkvöldi. Skamma stund tók að slökkva eldinn. Gaskúturinn eyðilagðist.