fbpx
Laugardagur 24.maí 2025
Fréttir

Kórónuveiran í Heiðarskóla: Einn greindist með smit í sóttkví

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 15. maí 2020 17:41

Heiðarskóli, Hvalfjarðarsveit. Mynd af Facebook-síðu skólans

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á miðnætti í gærkvöld lauk sóttkví hjá um 20 manna hópi nemenda við Heiðarskóla, leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar. Smit eins nemanda í byrjun mánaðarins olli því að að senda þurfti yfir 20 manns í sóttkví.

Það vildi hins vegar til happs að nemendum og starfsmönnum skólans hafði verið skipt í fjögur aðgreind hólf samkvæmt tilmælum stjórnvalda. Þess vegna þurfti bara að senda nemendur og starfsfólk úr einu hólfi skólans í sóttkví.

Í sóttkvínni greindist einn einstaklingur til viðbótar með kórónuveirusmit.

Sigríður Lára Guðmundsdóttir skólastjóri er mjög ánægð með hvernig til tókst með sóttvarnir í skólanum og hvað það reyndist vel að fylgja fyrirmælum yfirvalda hvað varðar sóttvarnir. Segir hún mikla ánægju ríkja í skólanum núna þegar flestir snúa til baka út sóttkví og nemendur og starfsfólk horfi björtum augum til framtíðar:

„Frá upphafi vann skólinn í einu og öllu eftir tilmælum og leiðbeiningum stjórnvalda um takmarkanir skólastarfs og var starfsmönnum og nemendum skólans skipt í fjögur aðgreind hólf.  Sú aðgerð bar tilætlaðan árangur þegar upp kom covid smit innan skólans og einungis eitt hólf af fjórum þurfti að fara í sóttkví, eða rétt rúmlega 20 einstaklingar.

Sóttkvíin bar einnig tilætlaðan árangur þegar einstaklingur sem þegar var í sóttkví greindist með covid smit.

Á meðan sóttkví varði hittust nemendur og starfsmenn daglega í netheimum og stunduðu námið af kappi.

Fjórtán daga sóttkví velflestra lauk á miðnætti í gærkvöld og það urðu fagnaðarfundir í morgun þegar nemendur og starfsmenn mættu aftur til starfa í hefðbundið skólastarf. Það er eflaust sérstök reynsla að vera í sóttkví og við viljum þakka forráðamönnum, nemendum og starfsmönnum sem tókust á við þetta sérkennilega verkefni af miklu jafnaðargeði og reyndu að gera það besta úr stöðunni. Við viljum einnig þakka heilbrigðsstarfsfólki og yfirvöldum fyrir samstarfið meðan á þessu stóð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt