fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Kjaraskerðing til langs tíma kemur ekki til greina

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 11. maí 2020 10:12

Drífa Snædal Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef ekki verið í þessum samningaviðræðum sjálf en það hefur komið fram að krafan er um verulega tekjuskerðingu til mjög langs tíma. Það er algjörlega galin krafa að fara fram á margra ára kjarasamning með kjaraskerðingu til langs tíma við þessar aðstæður, þegar við vitum ekki hvernig fluggeirinn verður eða hvernig flugfélög koma út úr þessu yfirhöfuð,“ segir Drífa Snædal, formaður ASÍ, um stöðuna í kjaraviðræðum Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair.

Í Morgunblaðinu í dag er haft eftir einum af stóru hluthöfum Icelandair að flugfreyjur og flugmenn félagsins verði að taka á sig 50-60% launalækkun til að forða félaginu frá gjaldþroti. Nýr kjarasamningur verði enn fremur að gilda til fimm ára og vera uppsegjanlegur af hálfu Icelandair að samningstíma loknum.

Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvað farið er fram á mikla kjaraskerðingu hjá flugfreyjum og tókst ekki að ná sambandi við Guðlaugu Líneyju Jóhannsdóttur, formann Flugfreyjufélags Íslands, við vinnslu fréttarinnar, en stefnt er að því síðar í dag. Flugvirkjar hafa þegar undirritað kjarasamning en samkvæmt Morgunblaðinu er farið fram á 25% kjaraskerðingu hjá flugmönnum. Aðspurð hver væri afstaða ASÍ til mögulegs skammtímasamnings með kjaraskerðingu hjá flugfreyjum sagði hún:

„Við bara bökkum upp flugfreyjur og ég veit að þær hafa komið til þessa borðs mjög lausnamiðaðar og tilbúnar að ræða ýmsa fleti, en kjaraskerðing til langs tíma er útilokuð.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast