fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Dorrit búin að ná sér af COVID-19 – „Ég man ekki neitt eftir fimm dögum“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 30. apríl 2020 16:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dorrit Moussaieff, fyrrum forsetafrú Íslands, er búin að ná sér af COVID-19 sjúkdóminum. Þetta kom fram í Síðdegisútvarpi Rásar 2. 

Dorrit er í sérstökum áhættuhópi bæði sökum heilsufars og sökum aldurs, en hún glímir við sjálfsónæmimssjúkdóminn Crohns og er 70 ára að aldri. Eiginmaður hennar, Ólafur Ragnar Grímsson, komst hjá því að smitast, þrátt fyrir að þau hafi ekki vitað að hún væri smituð.

„Sem betur fer var ég á Íslandi aftur. Ég veit að margir veikjast illa af þessum sjúkdómi. Ég man ekki neitt eftir fimm dögum, ég svaf mest allan tímann og virðist hafa verið með frekar háan hita. Ég var með vöðvaverki og ég var algjörlega einangruð.  En undir dásamlegri umönnun íslenskra lækna. Ég þurfti ekki að hitta þá en talaði við þá í gegnum síma. Ég er ánægð að greina frá því að ég hef náð mér að fullu. Próf sem Decode tók sýnir að ég er ekki lengur með sjúkdóminn. Ég er sjötug, ég er með Crohns sjúkdóminn, sem er sjálfsónæmissjúkdómur, en mér hefur aldrei liðið betur, aldrei verið sterkari og aldrei í betra formi en þessar fimm síðust vikur hér á Íslandi,“ sagði Dorrit

Hún þakkar heilsunni góða íslenska loftinu, löngu göngutúrum, krafturinn í íslenskri náttúru. Þetta megi ekki vanmeta. Það var ekkert leyndarmál, samkvæmt Dorrit, að hún hefði veikst. Hún hafði hins vegar ekki fyrir því að tilkynna þetta til fjölmiðla en greindi vinum og fjölskyldu frá.

„Þetta er ekkert til að skammast sín fyrir“ 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“
Fréttir
Í gær

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“
Fréttir
Í gær

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu