fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Guðjón Valur kveður handboltann: „Takk fyrir mig“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 29. apríl 2020 10:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðjón Valur Sigurðsson hefur ákveðið að hætta í handbolta og setja harpixið í hilluna, þetta gerir hann eftir magnaðan feril.

Eftir 20 ára feril í atvinnumennsku og fjölda stórmóta með íslenska landsliðinu hefur Guðjón ákveðið að hætta.

Þessi magnaði leikmaður er fertugur og lék síðast með PSG. „Síðast en ekki síst langar mig að þakka fjölskyldu minni fyrir ómetanlegan stuðning og þá sérstaklega konunni minni og börnunum. Þóra, Ína, Jóna og Jason, þið hafið gert það þess virði að standa í þessu í öll þessi ár,“ skrifar Guðjón Valur á Instagram.

„Handboltinn hefur opnað mér heim sem fáum auðnast og ég hefði aldrei ímyndað mér að ég ætti eftir að upplifa þegar ég var ungur gutti í Gróttu. Það sem eftir lifir eru minningarnar, bæði þær sætu og þær sáru, og fólkið sem ég hef kynnst á leiðinni. Takk fyrir mig.“

Hann var um langt skeið einn besti hornamaður í heimi en Guðjón lék með Gróttu og KA hér á landi áður en hann hélt til Þýskalands árið 2001.

View this post on Instagram

Jæja, það er komið að þeim tímapunkti sem allt íþróttafólk nær á sínum ferli. Eftir 25 ár í meistaraflokki og 21 ár í landsliðinu er loksins kominn tími á að skórnir fari á hilluna. Á svona tímamótum langar mig að þakka öllum sem hafa stutt við bakið á mér í gegnum súrt og sætt. Samherjum, þjálfurum, læknum, sjúkraþjálfurum, liðsstjórum, stuðningsmönnum og öllum hinum, líka mótherjum. Síðast en ekki síst langar mig að þakka fjölskyldu minni fyrir ómetanlegan stuðning og þá sérstaklega konunni minni og börnunum. Þóra, Ína, Jóna og Jason, þið hafið gert það þess virði að standa í þessu í öll þessi ár. Handboltinn hefur opnað mér heim sem fáum auðnast og ég hefði aldrei ímyndað mér að ég ætti eftir að upplifa þegar ég var ungur gutti í Gróttu. Það sem eftir lifir eru minningarnar, bæði þær sætu og þær sáru, og fólkið sem ég hef kynnst á leiðinni.❤️ Takk fyrir mig, Guðjón Valur Well, it‘s come to that time in my career that all athletes reach eventually. After 25 years at the senior level and 21 years in the national team, I‘ve decided to retire. At this point in my life I would like to thank all of those who have stood by me through thick and thin. Teammates, coaches, doctors, physios, team managers, supporters and all the others, including opponents. Last but not least I would like to thank my family, especially my wife and children. Þóra, Ína, Jóna and Jason, you have made this all worthwhile all these years. Handball has opened a world to me few have had the privilege to experience. What remains are the memories, the sweet and the sour, and the people I‘ve met along the way.❤️ Takk, Guðjón Valur

A post shared by Gudjon Valur Sigurdsson (@gudjonvalur9) on

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin