Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn lagði til að Íslenska þjóðin geri samfélagssáttmála á blaðamannafundi vegna COVID-19 sem fer fram núna. Hann sagði að það væri mikilvægt til að að fá ekki bakslag.
„Við höfum verið að velta fyrir okkur einhverju sem við getum kallað samfélagslegan sáttmála. Það er mikilvægt að horfa til þess sem þarf að gera í framhaldinu svo við missum þetta ekki frá okkur og fáum mikið bakslag,“
„Samfélagslegur sáttmáli þar sem við höldum öll í heiðri. sáttmáli sem væri við gildi í vor og fram á sumarið. Sáttmáli sem við verðum öll saman í, öll þjóðin saman, allt samfélagið okkar.“
Þetta er það sem að Víðir sagði að yrði í þessum svokallaða samfélagslega sáttmála:
Þá sagði Þórólfur sóttvarnarlæknir að samfélagslegur sáttmáli gæti verið nauðsynlegur og að það væri mikilvægt fyrir alla að taka þátt.
„Samfélagslegur sáttmáli um hvernig við ætlum að hegða okkur og hvað við ætlum að gera núna á næstu vikum og mánuðum. Þetta er nauðsynlegt að gera allt saman til að undirbúa okkur betur undir faraldra framtíðarinnar því að við munum fá aftur faraldra, kannski ekki alveg svona en þeir verða einhvern veginn öðruvísi og við þurfum að fá líka að vera vel í stakk búin til að bregðast við. Ég held að við getum miðlað ýmsu til alþjóðasamfélagsins um okkar reynslu sem gæti verið gagnlegt fyrir aðra.“