Heilbrigðisráðherra hefur breytt gildandi reglum um sóttkví. Frá og með næsta föstudegi, þegar nýju reglurnar taka gildi, verður öllum sem koma til landsins skylt að fara í 14 daga sóttkví frá komu. Reglurnar gilda til 15. maí.
„Krafa um sóttkví á við um komu fólks frá löndum sem sóttvarnalæknir skilgreinir sem há-áhættusvæði en sem stendur á það við um öll lönd. Reglulega verður endurmetið hvort einhver lönd falli ekki lengur undir þessa skilgreiningu,“ segir í tilkynningu um málið á vef stjórnarráðs.