Aðeins fimm ný COVID-19 smit greindust síðasta sólarhringinn. Um sjö hundruð sýni voru tekin. Staðfest smit eru nú 1.1778 talsins.
Alma Möller kynnti tölur dagsins á daglegum upplýsingafundi. Kom fram að 17 eru á Landspítala og tveir á Sjúkrahúsinu á Akureyri með sjúkdóminn. Þrír eru í öndunarvél á Landspítala en enginn á Akueyri.
Mat landlæknis er að faraldurinn sé í niðursveiflu og tilfellin hafa ekki verið jafnfá og í upphafi faraldursins í byrjun mars. Álag á heilbrigðiskerfið vegna faraldursins hefur minnkað.
Alma segir brýnt að fylgjast áfram með hvernig faraldurinn dvínar og vera viðbúin hópsýkingum enda hefur komið upp mjög krefjandi ástand þegar hópsýkingar hafa átt sér stað úti á landi.