Kona á níræðisaldri, smituð af COVID-19 lést í gær. Hún var íbúi á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. Samkvæmt frétt bb.is hét hin látna Reynhildur Berta Friðbertsdóttir frá Súgandafirði. Hún var fædd árið 1934.
Hún er tíundi einstaklingurinn sem lætur lífið vegna COVID-19 hér á landi, og annar íbúinn á Bergi sem lætur lífið.
Þetta kemur fram í tilkynningu hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarðaa þar sem aðstandendum er vottuð samúð. Í tilkynningu eru íbúum og starfsmönnum Bergs einnig óskaðs skjóts bata og samfélaginu þakkað fyrir aðstoð og velvilja. Heimilið er enn rekið að mestu leyti af fólki úr bakvarðarsveit.