Aðeins tveir voru greindir með COVID-19 sjúkdóminn síðasta sólarhring. Annar greindist hjá veirufræðideild Landspítalans og hinn hjá íslenskri erfðagreiningu. Alls voru greind 381 sýni.
Í dag eru fjórir aðilar á gjörgæslu og 28 á sjúkrahúsi. 1.362 einstaklingar teljast hafa náð bata af sjúkdóminum og eru í dag virk smit 402 og dvelja 1.109 einstaklingar í sóttkví.