fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fréttir

Sjólaskipabræður fyrir dóm – Vantaldar tekjur upp á þrjá til fjóra milljarða

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 17. apríl 2020 16:00

Mynd: Fréttablaðið/Eyþór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirtaka verður í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 27. apríl næstkomandi í máli bræðra sem kenndir eru við Sjólaskip, þeir eru Haraldur Reynir Jónsson og Guðmundur Steinar Jónsson. Málið á sér langa sögu og varðar meint stórfelld skattalagabrot. Ákæran var gefin út í málinu um mitt sumar 2019. Hún var sameinuð í eina ákæru en upphaflega voru bræðurnir ákærðir hvor í sínu lagi.

Sameiginlega ákæran snýst um að bræðurnir hafi vanrækt að telja fram til skatts hér á landi tekjur og önnur gjöld fyrirtækja sem skráð voru á Kýpur en héraðssaksóknari telur að hafi verið skattskyld hér á landi. Undir eru gjaldárin 2006 og 2007 vegna rekstraráranna 2005 og 2006. Félögin eru Kenora Shipping Company Ltd., Seadove Shipping Company Ltd. og Fishing Company Beta Ltd.

Vantaldar tekjur allra félaganna fyrir bæði rekstrarárin nema að mati héraðssaksóknara hátt í fjórum milljörðum og vangreiddur tekjuskattur er metinn á yfir 800 milljónir króna.

Í frétt DV frá árinu 2016 kemur fram að nöfna Sjólaskipasystkinanna voru í Panamaskjölunum sem lekið var það ár eins og frægt varð. Í fréttinni segir:

„Annar aðili í sjávarútvegi sem kemur við sögu í gögnunum er Guðmundur Steinar Jónsson, einn af Sjólaskipssystkinunum svokölluðu, sem tengdur er við aflandsfélagið Champo Consulting Ltd. á Tortólu. Auk Guðmundar má finna þrjú önnur af systkinunum úr Sjólaskipum í Panamagögnunum.

„Ég hef ekkert um þetta að segja. Þetta er bara mitt mál,“ segir Guðmundur Steinar aðspurður um málið.“

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“
Fréttir
Í gær

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“