fbpx
Fimmtudagur 22.maí 2025
Fréttir

Óvenjulega fáir greindust með COVID-19 síðasta sólarhring

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 13. apríl 2020 14:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðeins 10 ný smit af COVID-19 sjúkdóminum sem kórónuveiran veldur greinstu síðasta sólarhring. Af nýjum smitum voru níu einstaklingar af þessum tíu þegar í sóttkví.

Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, segir þetta óvenjufá smit og hægt sé að fullyrða að faraldurinn er verulega á niðurleið. Þetta megi þakka samfélagslegum aðgerðum og aðgerðum einstaklinga, fyrirtækja, félagasamtaka og stjórnvalda sem öll hafi lagst á eitt og náð þessum árangri í sameiningu.

Þó varhugavert sé að bera tölur frá Íslandi saman við tölur nágrannaþjóða, þar sem faraldurinn sé á ólíkum stöðum og ólíkar áherslur í aðgerðum þá sé samt hægt að bera saman vissa þætti. Til dæmis hver aukning hefur verið á fjölda smita á hvern íbúa en þar komi Ísland mjög vel út, betur komi aðeins út Færeyjar og Liechtenstein.

Varðandi fjölda dauðsfalla, þó því miður hafi Íslendingar misst átta einstaklinga í faraldrinum, þá séum við í ágætri stöðu samanborið við nágrannalöndin. Finnar séu þó lægri en við, og Norðmenn á svipuðum stað en í heildina sé Ísland að koma margfalt betur út en aðrar Evrópuþjóðir. Þetta gefi tilefni til að gleðjast yfir þeim árangri sem náðst hefur hér á landi.

Þórólfur minnir þó á að þrátt fyrir þessa jákvæðu þróun þá sé enn langt í land. Upp geti komið hópsýkingar og annað sem geti kynt undir faraldrinum að nýju svo samfélagslegar aðgerðir á borð við tveggja metra reglu, handþvott og spritt,  verndun áhættuhópa verði líklega aðgerðir sem verði í gangi út árið.

Samkomubannið verður svo aflétt í áföngum, þó alltaf með þeim möguleika að aðgerðir verði hertar að nýju, kalli aðstæður á það. Þórólfur hefur skilað minnisblaði með tillögu að útfærslu á afléttingu aðgerða eftir 4. maí til heilbrigðisráðherra sem mun svo væntanlega tilkynna útfærsluna á næstu dögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Hnífstungumaðurinn í Úlfarsárdal handtekinn – Myndband sýnir hann ráðast að tveimur mönnum

Hnífstungumaðurinn í Úlfarsárdal handtekinn – Myndband sýnir hann ráðast að tveimur mönnum
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Viðamikil lögregluaðgerð í Úlfarsárdal – Manns leitað eftir hnífstungu við Skyggnisbraut

Viðamikil lögregluaðgerð í Úlfarsárdal – Manns leitað eftir hnífstungu við Skyggnisbraut
Fréttir
Í gær

SAF mótmælir þrengingu að skammtímaleigu – Segja brunavarnir fyrirslátt og ríkið verði skaðabótaskylt

SAF mótmælir þrengingu að skammtímaleigu – Segja brunavarnir fyrirslátt og ríkið verði skaðabótaskylt
Fréttir
Í gær

Bakslag hjá Valgeiri Guðjónssyni – Fékk erfiðar fréttir á dögunum

Bakslag hjá Valgeiri Guðjónssyni – Fékk erfiðar fréttir á dögunum