fbpx
Föstudagur 23.maí 2025
Fréttir

Lyklar og snjallsími Söndru voru í bílnum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 11. apríl 2020 22:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Olga María Þórhallsdóttir Long, náfrænka Söndru Lífar Þórarinsdóttur Long, sem ekkert hefur spurst til síðan á fimmtudag, segir í samtali við DV að bíllyklar og snjallsími Söndru hafi fundist í bíl hennar sem fannst yfirgefinn á Álftanesi á laugardag.

Einnig hafði Sandra meðferðis nokkuð stóra tösku en að sögn Olgu voru aðallega stílabækur í töskunni. Sandra er í námi í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Einnig starfar hún sem þjónn. Líklega var taskan líka í bílnum en DV hefur það ekki fyllilega staðfest.

Sandra er 27 ára gömul, einhleyp og barnlaus. Að sögn Olgu hefur Söndru vegnað vel og ekkert hefur amað að henni undanfarið.

Samkvæmt frétt á vef Fréttablaðsins skilaði leit björgunarsveita í dag einhverjum vísbendingum sem nú eru á borði lögreglu. Ekki er vitað hvers eðlis þær vísbendingar eru.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Áfrýjunardómstóll tekur mál hnífamannsins sem stakk Ingunni Björnsdóttur fyrir

Áfrýjunardómstóll tekur mál hnífamannsins sem stakk Ingunni Björnsdóttur fyrir
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Stór aðgerð í Vesturbæ Reykjavíkur – Viðbragðsaðilar á Hjarðarhaga

Stór aðgerð í Vesturbæ Reykjavíkur – Viðbragðsaðilar á Hjarðarhaga
Fréttir
Í gær

Aðstandendur Sigurðar kærðu vinnubrögð eftir andlát hans til eftirlitsnefndar

Aðstandendur Sigurðar kærðu vinnubrögð eftir andlát hans til eftirlitsnefndar
Fréttir
Í gær

Þrír réðust á ungmenni í Hafnarfirði og ógnuðu með hnífi

Þrír réðust á ungmenni í Hafnarfirði og ógnuðu með hnífi