fbpx
Fimmtudagur 22.maí 2025
Fréttir

Konunni sleppt úr haldi lögreglu

Jón Þór Stefánsson
Föstudaginn 10. apríl 2020 18:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkt og DV greindi frá í dag þá var Kona úr bakvarðarsveit heilbrigðisstofnunar Vestfjarða handtekin handtekin, grunuð um að hafa falsað skjöl um menntun og starfsleyfi sín sem sjúkraliði. Henni hefur nú verið sleppt. Það kom fram í Facebook-færslu frá lögreglunni á Vestfjörðum.

Konan er einnig grunuð um að hafa stolið eða reynt að stela lyfjum. Hún hafði starfað á hjúkrunarheimilinu Bergi, Bolungarvík í seinustu viku, og var utanbæjarmanneskja.

Í færslu lögreglu segir: 

„Kl.11:12 í morgun (10.04.2020) barst lögreglunni á Vestfjörðum kæra fá forstöðumanni Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða gagnvart einum bakvarða heilbrigðisþjónustu sem svaraði hjálparbeiðni heilbrigðisstofnunarinnar vegna veirusýkingar og manneklu á dvalarheimilinu Bergi í Bolungarvík. Bakverðirnir voru fluttir frá Reykjavík til Ísafjarðar þann 6. apríl sl.

Í kærunni var þessi starfsmaður borinn þeim sökum að hafa lagt fram fölsuð gögn er varða starfsréttindi sem heilbrigðisstarfsmaður. Á þeim forsendum hafði starfsmanninum verið falin ábyrgð á dvalarheimilinu Bergi. Þá lék grunur um að starfsmaðurinn hafi misfarið með lyf í dvalarheimilinu, þ.e.a.s. tekið lyf ófrjálsri hendi.“

Fram kemur í færslunni að konan hafi verið yfirheyrð og sleppt í kjölfarið. Þá segir einnig að lögregla muni ekki tjá sig meira um málið að svo stöddu.

„Í framhaldi þessa fóru lögreglumenn á dvalarstað starfsmannsins og var hann handtekinn og færður til yfirheyrslu. Þá var framkvæmd húsleit á dvalarstaðnum.

Yfirheyrslan hefur farið fram og hefur starfsmanninum verið sleppt enda ekki fyrir hendi ástæða til að halda honum lengur. Rannsókn málsins stendur enn yfir og ekki tímabært að veita frekari upplýsingar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Stór aðgerð í Vesturbæ Reykjavíkur – Viðbragðsaðilar á Hjarðarhaga

Stór aðgerð í Vesturbæ Reykjavíkur – Viðbragðsaðilar á Hjarðarhaga
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Egill segir samanburð Viðskiptaráðs kjánalegan – „Þetta er skrítin framsetning hjá Viðskiptaráði“

Egill segir samanburð Viðskiptaráðs kjánalegan – „Þetta er skrítin framsetning hjá Viðskiptaráði“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Þrír réðust á ungmenni í Hafnarfirði og ógnuðu með hnífi

Þrír réðust á ungmenni í Hafnarfirði og ógnuðu með hnífi
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Trump er ósáttur – „Andlega óhæfur bjáni“

Trump er ósáttur – „Andlega óhæfur bjáni“
Fréttir
Í gær

Sigþór með skilaboð til reiða fólksins: „Forgangsröðunin verður að breytast núna ef ekki á illa að fara“

Sigþór með skilaboð til reiða fólksins: „Forgangsröðunin verður að breytast núna ef ekki á illa að fara“
Fréttir
Í gær

Gunni Helga reiður og pirraður: Áttaði sig á því í gær að launin hans hefðu lækkað – „Ég skammast mín fyrir að hafa ekki vitað um þetta fyrr“

Gunni Helga reiður og pirraður: Áttaði sig á því í gær að launin hans hefðu lækkað – „Ég skammast mín fyrir að hafa ekki vitað um þetta fyrr“