fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Áslaug Arna gagnrýnd harðlega fyrir áfengisáróður: „Í þessum hörmulega faraldri hefur dómsmálaráðherra þetta til málanna að leggja“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 26. mars 2020 10:05

Mynd Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ummæli sem Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra lét falla á Twitter í gærkvöld hafa vakið hörð viðbrögð. Þar segir hún að ástandið í samfélaginu núna í COVID-faraldrinum sýni brýna þörf fyrir netverslun með áfengi. Stundin greindi frá þessu í gærkvöld.

Ummæli Áslaugar voru orðrétt þessi: „Ef einhverntíman væri þörf fyrir löglega netverslun með áfengi“ en þar brást hún við ummælum Kristínar Soffíu sem sagði: „Ég þekki fólk, sem þekkir fólk, sem sendir manni léttvín heim.“

Í samráðsgátt stjórnvalda hafa verið kynnt áform dómsmálaráðherra um að leggja fram frumvarp til breytinga á áfengislögum, sem feli meðal annars í sér að innlend vefverslun með áfengi verði heimil til neytenda í smásölu. Umsagnarferli málsins er lokið en umsagnirnar hafa verið mjög misjafnar og greinir aðila á um gagnsemi frumvarpsins.

Í samráðsgáttinni segir svo um áformin:

„Áformað er að leggja fram frumvarp til breytinga á áfengislögum sem felur m.a. í sér tvær undanþágur á einokun ÁTVR á smásölu áfengis. Annars vegar til þess að heimila innlenda vefverslun með áfengi til neytenda í smásölu og hins vegar heimila framleiðendum áfengis að selja áfengi til neytenda með ákveðnum takmörkunum.“

Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum birtu eftirfarandi ummæli á Facebook-síðu sinni í gærkvöld:

Samfélagið er á öðrum endanum vegna Covid 19 veirunnar. Í þessum hörmulega faraldri hefur dómsmálráðherra þetta til málanna að leggja 

Áfengisauglýsingar, smásala allra sem vettlingi geta valdið og heimsendingarþjónusta áfengis forgangsmál? Sorglegt

Áfengisauglýsingar og breytt sölufyrirkomulag áfengis? NEI TAKK –
Sýnum hug okkar í verki og deilum þessu innleggi sem víðast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu