fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Fréttir

Fólk utan Evrópu má nú ekki lengur koma til Íslands

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 20. mars 2020 15:27

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir..

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur nú uppfært reglugerð um för yfir landamæri, í varúðarskyni vegna COVID-19. Er nú för borgara utan ESB, EES og EFTA óheimil hingað til lands.

Nýja ákvæðið á þó ekki við um útlendinga sem hafa gilt dvalarleyfi eða annars konar dvalar- eða búseturétt hér á landi eða í öðru Schengen-ríki eða eiga aðstandendur í þessum sömu ríkjum. Ákvæðið á heldur ekki við um útlendinga sem koma til landsins í brýnum erindagjörðum, þ. á m. eftirtalda aðilia: farþega í tengiflugi, starfsfólk á sviði heilbrigðisþjónustu og öldrunarþjónustu, starfsfólk sem sinnir flutningum á vöru og þjónustu, einstaklinga sem hafa þörf á alþjóðlegri vernd, einstaklinga sem þurfa að ferðast vegna brýnna aðstæðna í fjölskyldu sinni, diplómata, starfsmenn alþjóðastofnana, meðlimi herliðs og starfsmenn sem sinna mann­úðar­aðstoð.

Sjá nánar á vef Stjórnartíðinda.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann