fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Fréttir

Sækja hjálpartæki heim til fólks

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 19. mars 2020 15:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öryggismiðstöðin býður upp á nýja þjónustu varðandi viðgerðir á hjálpartækjum sem lánuð eru út af Sjúkratryggingum Íslands. Öryggismiðstöðin mun nú sækja hjálpartæki heim til fólks sem þarf á viðgerðarþjónustu að halda því að kostnaðarlausu.

,,Almennt gildir sú regla að það þarf að mæta með tæki og búnað á verkstæði til okkar. Í ljósi núverandi ástands og þeirrar staðreyndar að stór hluti þessa viðkvæma hóps hefur í raun komið sér í var hefur Öryggismiðstöðin ákveðið að sýna samfélagslega ábyrgð og tryggja nauðsynlega samfellu í þjónustu við þennan hóp. Þeir sem þurfa á viðgerðarþjónusta að halda á hjálpartækjum frá SÍ geta nú óskað eftir að tæki séu sótt heim,“ segir Ómar Örn Jónsson, hjá Öryggismiðstöðinni.

Ómar segir að þetta gildi fyrir öll hjálpartæki sem lánuð hafa verið út frá SÍ, einnig þau sem eru í bílum. Þjónustan er veitt á höfuðborgarsvæðinu. ,,Starfsfólk Öryggismiðstöðvarinnar sér um að sækja tækin.  Okkur er í mun að gæta fyllstu varúðar og starfsmenn fylgja leiðbeiningum Landlæknis um hreinlæti og viðeigandi hlífðarbúnað hverju sinni. Eftir viðgerð er tækið þrifið vandlega og því skilað til baka. Við bendum þjónustuþegum á að fyrir þá sem eru minna á ferðinni en vanalega er e.t.v. kjörið tækifæri að láta gera við tæki sem alla jafna eru í mikilli notkun,“ segir Ómar.

Til að óska eftir að tæki sé sótt í viðgerð er bent á þjónustuver Öryggismiðstöðvarinnar í síma 5702400 eða oryggi@oryggi.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Segir þetta bestu fjárfestingu einstaklinga – „Þá fer þetta á autopilot“

Segir þetta bestu fjárfestingu einstaklinga – „Þá fer þetta á autopilot“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Óðu grímuklæddir inn í herbergi á Akureyri og skelfdu mann sem var að gefa ketti

Óðu grímuklæddir inn í herbergi á Akureyri og skelfdu mann sem var að gefa ketti
Fréttir
Í gær

Læknir sviptur starfsleyfi – Sagður hafa lagt sjúklinga í hættu

Læknir sviptur starfsleyfi – Sagður hafa lagt sjúklinga í hættu
Fréttir
Í gær

Myndir og myndband af arabískum mönnum á Íslandi í dreifingu – Einn virðist veifa hríðskota- og skammbyssu – Þrír handteknir vegna málsins

Myndir og myndband af arabískum mönnum á Íslandi í dreifingu – Einn virðist veifa hríðskota- og skammbyssu – Þrír handteknir vegna málsins
Fréttir
Í gær

Strætó ók á rútu við Fjörð

Strætó ók á rútu við Fjörð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir flugöryggi ógnað

Segir flugöryggi ógnað