fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Fréttir

Kórónuveiran er að komast á skrið á Íslandi – Vafasamar sögusagnir í gangi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 19. mars 2020 14:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það ber á óþolinmæði í samfélaginu og sögusagnir grassera. „Ein er sú að við séum tilbúin með útgöngubann. Það er ekki rétt. Verum hreinskilin og gagnrýnin og þið megið gagnrýna okkur eins og þið viljið en vandið ykkur í samskiptum, vöndum orðalagið og þá mun okkar vegna betur,“ sagði Reynir Víðisson yfirlögregluþjónn á upplýsingafundi um COVID-veiruna í dag og vísaði á bug þrálátum orðrómi um að yfirvöld almannavarna undirbúi útgöngubann. Ekkert slíkt sé á döfinni.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fór yfir nýjustu tölur um fjölda smita og sagði þróunina vera vísbendingu um að veiran sé að komast á skrið hér á landi. Þannig greindust 15% af innsendum sýnum á Veirufræðideild Landspítalans í gær jákvæð, sem er töluverð aukning. Smithlutfallið í skimun Íslenskrar erfðagreiningar er hins vegar aðeins 0,8% ennþá. Tala smitaðara er komin upp í 330. Alls 80 hafa greinst frá því í gær, sjö hjá ÍE og 73 hjá veirufræðideildinni.

„Það er tímaspursmál hvenær við sjáum mikla aukningu, við sjáum vísbendingar um það,“ sagði Þórólfur.

Nákvæma tölfræði um COVID-19 smit er að finna á vefnum covid.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Segir þetta bestu fjárfestingu einstaklinga – „Þá fer þetta á autopilot“

Segir þetta bestu fjárfestingu einstaklinga – „Þá fer þetta á autopilot“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Óðu grímuklæddir inn í herbergi á Akureyri og skelfdu mann sem var að gefa ketti

Óðu grímuklæddir inn í herbergi á Akureyri og skelfdu mann sem var að gefa ketti
Fréttir
Í gær

Læknir sviptur starfsleyfi – Sagður hafa lagt sjúklinga í hættu

Læknir sviptur starfsleyfi – Sagður hafa lagt sjúklinga í hættu
Fréttir
Í gær

Myndir og myndband af arabískum mönnum á Íslandi í dreifingu – Einn virðist veifa hríðskota- og skammbyssu – Þrír handteknir vegna málsins

Myndir og myndband af arabískum mönnum á Íslandi í dreifingu – Einn virðist veifa hríðskota- og skammbyssu – Þrír handteknir vegna málsins
Fréttir
Í gær

Strætó ók á rútu við Fjörð

Strætó ók á rútu við Fjörð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir flugöryggi ógnað

Segir flugöryggi ógnað