fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fréttir

Hlynur sár eftir að körfuboltinn var flautaður af – „Ég er að verða 38 ára og á ekki 20 ár eftir“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 18. mars 2020 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Auðvitað er ég sár, ég er að verða 38 ára og á ekki 20 ár eftir af ferlinum. Ég er að vísu ungur í anda og hef vissulega sýnt að ég get ennþá spilað körfubolta en maður fær ekki ótakmarkaða sjensa hér eftir,“ segir Hlynur Bæringsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði í körfubolta og núverandi leikmaður og fyrirliði Stjörnunnar.

Körfuknattleikssamband Íslands hefur ákveðið að aflýsa keppni í körfubolta í tveimur efstu deildum fyrir árið 2020 og verður enginn Íslandsmeistari krýndur. Stjarnan sem er efst í deildinni verður hins vegar krýnd deildarmeistari. Í körfubolta er vaninn að leika úrslitakeppni sem er hápunktur leiktíðarinnar en ljóst er að engin úrslitakeppni verður þetta árið. Blaðamaður hóf símtalið til Hlyns á því að óska honum til hamingju með deildarmeistaratitilinn. Hlynur hló og sagði að sá titill væri ekki það sem honum væri efst í huga núna.

Hlynur er sammála ákvörðun KKÍ og segir að ekkert annað hafi verið hægt að gera í stöðunni. Honum þykir rétt að krýna ekki Íslandsmeistara því Íslandsmeistari án undangenginnar úrslitakeppni sé óhugsandi því úrslitakeppnin sé órjúfanlegur hluti af körfuboltanum. „Það væri kannski öðruvísi ef við værum búnir að stinga af í deildinni og hefðum ekki tapað leik í vetur. En miðað við aðstæður er þetta rétt ákvörðun. Þetta er öðruvísi í þessum fótboltadeildum þar sem engin úrslitakeppni tíðkast, þar væri kannski eðlilegra að krýna efsta liðið meistara.“

Hlynur segir að engin liðsæfing hafi verið haldin í Stjörnunni undanfarið. „Sjálfur æfði ég bara einn í morgun,“ segir hann og sjá leikmennirnir núna um það halda sér í formi hver í sínu lagi.

„Það kæmi mér ekki á óvart þó að það verði gerðar einhverjar reglugerðabreytingar fyrir næsta ár varðandi útlendingana, til að hjálpa félögunum fjárhagslega. En þetta á allt eftir að koma í ljós,“ segir Hlynur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann