fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fréttir

Ekkja Geira laus úr gæsluvarðhaldi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 16. mars 2020 11:13

Jaroslava opnar sig upp á gátt í viðtalið við *DV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórir karlar hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 10. apríl að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á fíkniefnamáli. Mennirnir voru handteknir í aðgerðum lögreglunnar í og við Hvalfjarðargöng í lok síðasta mánaðar, en lagt hefur verið hald á talsvert af fíkniefnum í tengslum við málið.

Um tíma sat kona einnig í gæsluvarðhaldi í þágu rannsóknarinnar, en hún er nú laus úr haldi lögreglu. Þessi kona er Jaroslava Davíðsson, ekkja Ásgeirs Þórs Davíðssonar, sem ávallt gekk undir nafninu Geiri á Goldfinger.

Í aðgerðunum voru gerð upptæk nokkur kíló af amfetamíni, sem gengur undir götuheitinu spítt. Naut lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar lögreglunnar á Vesturlandi auk sérsveitarinnar við aðgerðirnar, sem voru umfangsmiklar og ullu nokkrum umferðartöfum.

Rannsókn málsins miðar vel, að sögn lögreglu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt