fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Fréttir

Kári hefur ekki mikla trú á þessum aðgerðum gegn veirunni – „Þeir eru einfaldlega að setja á svið leikþátt“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 14. mars 2020 19:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur verið mikið í fjölmiðlum undanfarna daga vegna kórónuveirunnar en Íslensk erfðagreining hefur nú hafist handa við að skima eftir veirunni í fólki. Í færslu á Facebook-síðu sinni hrósar hann íslenskum stjórnvöldum og þá sérstaklega þremenningunum í framlínunni, þeim Þórólfi Guðn­a­syni sótt­varn­ar­lækni, Ölmu ­Möll­er landlækni og Víði Reyn­is­syni, yfir­lög­reglu­þjóni hjá rík­is­lög­reglu­stjóra.

„Viðbrögð hérlendra stjórnvalda við faraldrinum hafa verið til fyrirmyndar og nákvæmlega eftir bókinni,“ segir Kári. „Alma og Þórólfur og Víðir hafa verið yfirveguð og ekki látið hávaða ýta sér út í aðgerðir sem vinna gegn því markmiði að hemja óværuna. Þau eru okkur til mikils sóma. Þau eru ekki bara flínkust heldur líka flottust og eru að leggja mikið að mörkum til þess að bjarga mannslífum.“

Kári furðar sig hins vegar á aðgerðum Dana gegn veirunni og ef marka má skrif hans hefur hann ekki mikla trú á þeim. „Þeir loka landamærum eftir að veiran hefur breiðst út í landinu. Er hugmyndin að loka veiruna inni?“ spyr Kári. „Varla, vegna þess að hún grasserar í öllum löndunum í kringum þá. Þeir eru einfaldlega að setja á svið leikþátt sem á að sannfæra fólkið í landinu um að þeir séu svo afgerandi og duglegir. Þeir ætla meira að segja að nota dáta til þess að verja landið gegn veiru sem er þegar komin þangað.“

Hann segir að það séu forréttindi að hafa þau Þórólf, Ölmu og Víði við stjórnvöllinn. „Fólk sem segir satt, er einlægt og leggst ekki svo lágt að reyna að plata. Ég tek ofan fyrir þessu fólki í auðmýkt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Segir mörg svör við af hverju Píratar féllu af þingi – „Þetta var ákveðinn svona fullkominn stormur“

Segir mörg svör við af hverju Píratar féllu af þingi – „Þetta var ákveðinn svona fullkominn stormur“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fékk ekki að vefengja erfðaskrá eftir andlát föður síns því ekkjan var svo snögg að leita til sýslumanns

Fékk ekki að vefengja erfðaskrá eftir andlát föður síns því ekkjan var svo snögg að leita til sýslumanns
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strætó ók á rútu við Fjörð

Strætó ók á rútu við Fjörð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir flugöryggi ógnað

Segir flugöryggi ógnað