fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fréttir

Hvað þýðir samkomubannið?

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 13. mars 2020 16:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Næstkomandi mánudag tekur gildi hér á landi fordæmalaust samkomubann og gildir í fjórar vikur. Ástæðan er eins og allir vita COVID-19.

Með samkomubanni er átt við skipulagða viðburði þar sem fleiri en 100 manns koma saman. Við öll minni mannamót þarf auk þess að tryggja að nánd milli manna sé að minnsta kosti yfir tveir metrar og að aðgengi að handþvotti og handspritti sé gott.

Bannið tekur til eftirfarandi viðburða:

Ráðstefnur, málþing, fundir og hliðstæðir viðburðir.

Skemmtanir, s.s. tónleikar, leiksýningar, bíósýningar, íþróttaviðburðir og einkasamkvæmi.

Kirkjuathafnir hvers konar, s.s. vegna útfara, giftinga, ferminga og annarra trúarsamkoma.

Ekki verða allir skólar lokaðir

Grunnskólar mega hafa kennslu í skólabyggingum en tryggja þarf að ekki séu fleiri en 20 nemendur í hverri kennslustofu. Þrífa þarf og sótthreinsa skólabyggingar eftir hvern dag.

Að sama skapi mega leikskólar vera opnir ef tryggt er að börn séu í fámennum hópum. Þrífa þarf og sótthreinsa daglega.

Samkomubannið nær ekki til alþjóðaflugvalla eða alþjóðahafna, flugvéla eða skipa. Hvatt er til þess að sóttvarnaráðstafanir verði efldar og rekstraraðilar grípi til ýtrustu ráðstafana til að minnka möguleika á smiti.

Samkomubannið verður í gildi til 13. apríl

 

Allar nánari upplýsingar um samkomubann og annað sem tengist COVID-19 er að finna á vefnum covid.is

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband
Fréttir
Í gær

Svona verður veðrið á Menningarnótt

Svona verður veðrið á Menningarnótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK