fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Fréttir

Harmleikurinn í Mehamn – Réttarhöldunum frestað

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 13. mars 2020 20:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Réttarhöld yfir Gunnari Jóhanni Gunnarssyni sem varð hálfbróður sínum, Gísla Þór Þórarinssyni, að bana í smábænum Mehamn í Finmörku í Norður-Noregi, þann 27. apríl 2019, hefur verið frestað. Réttarhöldin áttu að fara fram þann 23. mars en hefur verið frestað um óákveðinn tíma, líklega í sumar. Ástæða frestunarinnar er útbreiðsla kórónuveirunnar og lamandi áhrif hennar á alla starfsemi.

Gunnar hefur verið ákærður fyrir manndráp af ásetningi en hafði vonast eftir vægari ákæru, þ.e. manndráp af gáleysi. Saksóknari byggir ákæruna á því að Gunnar kom vopnaður skotvopni heim til Gísla Þórs en frá sjónarhóli verjenda er útilokað að greina ásetning í þeirri atburðarás er síðan varð er þeir bræður tókust á um vopnið en skot hljóp í læri Gísla Þórs og dó hann af blóðmissi.

Systir bræðrannar, Heiða Þórðardóttir, sagði í samtali við DV þann 22. janúar:

„Miðað við þau sönnunargögn sem lögmaður hans hefur undir höndum þá hefði ég talið öll efni til að ákæra fyrir manndráp af gáleysi. En svona er þetta og við mætum þessu af æðruleysi.“

Heiða verður viðstödd réttarhöldin og hafði gert ráðstafanir til að fara utan til Noregs fyrir 23. mars en þau áform frestast nú.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Lögregla rannsakar dularfullt líkamsárásarmál – Maður sem fannst þungt haldinn á Laugavegi liggur enn á sjúkrahúsi

Lögregla rannsakar dularfullt líkamsárásarmál – Maður sem fannst þungt haldinn á Laugavegi liggur enn á sjúkrahúsi
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Segir mörg svör við af hverju Píratar féllu af þingi – „Þetta var ákveðinn svona fullkominn stormur“

Segir mörg svör við af hverju Píratar féllu af þingi – „Þetta var ákveðinn svona fullkominn stormur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strætó ók á rútu við Fjörð

Strætó ók á rútu við Fjörð