fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fréttir

„Staðan hérna er hræðileg“ segir Julia – „Það þarf að velja hver fær að lifa og hver að deyja“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 12. mars 2020 19:14

Kórónaveiran til vinstri - Julia Charlotte til hægri / Mynd: Skjáskot úr viðtali við K100

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Julia Charlotte de Rossi, sem er hálf íslensk og hálf ítölsk, talaði við K100 um ástandið á Ítalíu vegna COVID-19 faraldursins.

„Staðan hérna er hræðileg,“ sagði Julia. „Við vissum öll að það væri komin veira en það var samt enginn að pæla í þessu. Enginn vissi að þetta væri orðið svo útbreitt.“ Julia fór til Mílanó til þess að stunda nám við IULM-háskólann en nú er búið að loka skólanum og er öllum ráðlagt að vera heima hjá sér fram í apríl.

„Ég fékk send skilaboð frá starfsfólki á spítala. Það hvetur fólk til að vera heima og að það eigi að taka þetta mjög alvarlega. Það er fólk á mínum aldri sem er mjög veikt núna inni á spítala. Það er ekki nógu mikið pláss fyrir alla. Starfsfólkið á spítölum er komið á þann stað að það þarf að velja hver fær að lifa og hver að deyja.“

Julia er þessa stundina í sóttkví og í viðtalinu við K100 segist hún ætla að nota tímann í að gera eitthvað uppbyggilegt. „Ég bý með stelpu og við erum að reyna að nota tímann til að gera eitthvað sem við gerum ekki venjulega. Teikna, syngja, dansa og skrifa. Við erum að reyna að vera jákvæðar og bugast ekki. Þetta verður örugglega erfitt fyrir Ítalíu að ná sér aftur en við vonum að þessi staða endi fljótlega.“

Að lokum sendir Julia skilaboð til Íslendinga. „Ég vil ráðleggja Íslendingum að vera eins mikið heima og hægt er.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband
Fréttir
Í gær

Svona verður veðrið á Menningarnótt

Svona verður veðrið á Menningarnótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK