fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Fréttir

Sigríður Björk skipuð ríkislögreglustjóri

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 12. mars 2020 16:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur skipað Sigríði Björk Guðjónsdóttur í embætti ríkislögreglustjóra frá og með 16. mars næstkomandi. Greint er frá þessu á vef stjórnarráðsins. Þar segir að hæfnisnefnd, sem skipuð var til að fara yfir og meta hæfni umsókna um embætti ríkislögreglustjóra, hafi metið Sigríði hæfasta af umsækjendum.

Frá árinu 2014 hefur Sigríður gegnt embætti lögreglustjórans á Höfuðborgarsvæðinu. Áður en Sigríður tók við embætti lögreglustjórans á Höfuðborgarsvæðinu gegndi hún embætti lögreglustjóra á Suðurnesjum, þar áður var hún aðstoðarríkislögreglustjóri frá 2007 til 2008, sýslumaður á Ísafirði 2002-2006 og skattstjóri Vestfjarða frá 1996 til 2002.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Lögregla rannsakar dularfullt líkamsárásarmál – Maður sem fannst þungt haldinn á Laugavegi liggur enn á sjúkrahúsi

Lögregla rannsakar dularfullt líkamsárásarmál – Maður sem fannst þungt haldinn á Laugavegi liggur enn á sjúkrahúsi
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Segir mörg svör við af hverju Píratar féllu af þingi – „Þetta var ákveðinn svona fullkominn stormur“

Segir mörg svör við af hverju Píratar féllu af þingi – „Þetta var ákveðinn svona fullkominn stormur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strætó ók á rútu við Fjörð

Strætó ók á rútu við Fjörð