fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fréttir

Samkomubann í vinnslu – Smituðum fjölgar sífellt

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 12. mars 2020 14:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alls 109 hafa nú greinst með kórónuveiruna á Íslandi. Langflestir hafa komið frá síðasvæðum í Ölpunum en auk þess hefur bæst við fólk sem var að koma frá Bandaríkjunum. Tuttugu og fjórir hafa fengið smit út frá þessum einstaklingum.

Þetta kom fram á blaðamannafundi um COVID-19 veiruna í dag. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að veiran sé enn í vexti. Hann segir að fólk sem hafi smitast af þeim sem komu frá útlöndum hafi verið upp í viku að greinast og veikjast.

Alls hafa 1000 sýni verið greind og um 900 manns eru í sóttkví.

Tveir hafa verið lagðir inn á Landspítalann en hvorugur er alvarlega veikur núna.

Enn hefur ekki verið lýst yfir samkomubanni á Íslandi og sagði Þórólfur að það mál væri í vinnslu hjá starfshópi. Ýmsar leiðir væru til að útfæra samkomubann og sagði hann að þær væru í skoðun. Norðurlöndin hefðu farið mismunandi leiðir varðandi samkomubann út frá hámarksfjölda og fleira.

Nánar upplýsingar um COVID-19 veirunar er að finna á vef Landlæknis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband
Fréttir
Í gær

Svona verður veðrið á Menningarnótt

Svona verður veðrið á Menningarnótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK