fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fréttir

Ólafur læknir er með mikilvæg skilaboð varðandi COVID-19 – Þetta ættu allir að hafa í huga í faraldrinum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 12. mars 2020 17:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þegar á reynir koma bestu einkenni Íslendinga sem þjóðar venjulega skýrt fram. Við gerum okkur grein fyrir því að við erum öll í þessu saman, við deilum öll kjörum og erfiðleikar eins eru erfiðleikar okkar allra.“

Svona hefst pistill eftir Ólaf Þór Gunnarsson, lækni og þingmann VG, sem birtist á Vísi í dag. Ólafur fer yfir faraldurinn í pistlinum en hann er einnig með mikilvæg skilaboð sem allir ættu að taka til sín.

Það hefur komið fram að þeir sem eru viðkvæmastir í tengslum við faraldurinn eru þeir elstu og þeir sem hafa vissa langvinna sjúkdóma. Ekki vegna þess að þeir smitist frekar, heldur vegna þess að þeir eru líklegir til að þola sýkinguna verr ef þeir fá hana,“ segir Ólafur. Þá segir hann einnig að samfélagið þurfi að vera sérstaklega vakandi gagnvart þessum hópum.

„Bæði hvað það varðar að aðstoða þá eftir föngum sem ekki komast á milli, hjálpa með aðföng og fleira. Við þurfum líka að vera sérstaklega passasöm að bera ekki sýkingar á milli. Við þurfum að gæta að handþvotti, spritta okkur og forðast óþarfa snertingar.“

„Spilum þannig úr erfiðri stöðu“

Ólafur kemur síðan með ráð sem fólk ætti að hafa í huga í þessum faraldri. „Notum tækni til samskipta þar sem það er hægt, jafnvel bara símann. Hringjum í ömmu, mömmu eða gamla frænku. Bjóðumst til að taka á okkur ytri samskipti eldra fólksins okkar, eins og innkaupaferðir og útréttingar. Förum í apótekið fyrir fólkið okkar. Sækjum póstinn. Bjóðum fram hjálp sem við getum flest svo auðveldlega veitt,“ segir hann.

„Með samstöðu og hjálpsemi, samhygð og nærgætni komumst við saman í gegnum þetta verkefni. Spilum þannig úr erfiðri stöðu að við styrkjum tengslin okkar inn á við og komum sterk út úr þessari krísu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband
Fréttir
Í gær

Svona verður veðrið á Menningarnótt

Svona verður veðrið á Menningarnótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK