fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fréttir

Óvenjulegur búnaður vakti óhug hjá íbúum Reykjanesbæjar – „Búinn að vera pissa inni og labbar endalaust á veggi eftir að þetta var sett upp“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 11. mars 2020 20:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron nokkur deildi myndum af óvenjulegum búnaði í Facebook-hópinn Reykjanesbær – Gerum góðan bæ betri. Búnaðurinn vakti vægast sagt óhug hjá Aroni sjálfum og öðrum notendum hópsins.

„Veit einhver hvaða búnaður þetta er úti um allan bæ?“ spurði Aron. „Mér líst satt best að segja ekkert á blikuna lengur. Læðan mín er búinn að vera pissa inni og labbar endalaust á veggi eftir að þetta var sett upp!“

Í athugasemdum við færslu Arons voru íbúar bæjarins að velta því fyrir sér hvað var í gangi og komu upp ýmsar kenningar. Nokkrir héldu að um 5G senda væri að ræða. „Hef heyrt að 5g netið se hættulegt,“ sagði Birgitta nokkur. Aðrir héldu að um væri að ræða hlerunarbúnað. „Sennilega er tíðnin að trufla blessuðu læðuna,“ sagði Ingi nokkur en Andri nokkur gaf í skyn að þetta gæti verið kínverskur hlerunarbúnaður.

Eftir miklar vangaveltur í hópnum þá varpaði Guðmundur nokkur ljósi á málið. „Erum að telja umferð og skrá ferla ökutækja á stærstu gatnamótum hér í bæ. Tilgangurinn er að bæta umferðaröryggi. Þessi búnaður er í raun bara myndavél og batterí og því algjörlega útilokað að vanlíðan kattarins sé eftir þennan búnað. Til að mynda engir geislar eða bylgjur þarna á ferð.“

Aron, eigandi kattarins og sá sem hóf umræðuna, segir þá að hann hafi komist að því hvað það hafi verið sem var að angra köttinn. „Læðan er kominn í lag, kom á daginn að hún fékk ekki lyfin sín um morguninn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð
Fréttir
Í gær

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”