fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fréttir

Haraldur Ólafsson veðurfræðingur hefur áhyggjur – „Hugsanlegt að MH sé í þessum rituðu orðum gróðrarstía smits“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 10. mars 2020 16:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haraldur Ólafsson veðurfræðingur er einn þeirra sem fengu tölvupóst frá Menntaskólanum í Hamrahlíð í tilefni þess að nemandi við skólann greindist smitaður af kórónuveirunni.

Í tilkynningu frá skólanum kom fram að ólíklegt væri að nemandinn hefði smitað nokkurn. Engu að síður hafa tugir nemenda við skólann verið sendir heim í sóttkví.

Haraldur er langt frá því sannfærður um að enginn hafi smitast og sendi hann eftirfarandi bréf á skólann sem hann birti jafnframt á Facebook-síðu sinni. Hvetur Haraldur skólann til að hætta kennslu á staðnum um tiltekinn tíma:

Góðan dag

Ég þakka fyrir skeytið. Samkvæmt því telur landlæknir „mjög litlar líkur á að hann hafi smitað…vegna þess að hann var einkennalaus“.

Ekki eru allir sammála landlækni, þar á meðal Center for Desease Control and Prevention í BNA sem segir á cdc.gov:

„Some spread might be possible before people show symptoms; there have been reports of this occurring with this new coronavirus, but this is not thought to be the main way the virus spreads“

en til marks um varkárni þessarar miðstöðvar í orðavali má líta á þennan texta:

„It may be possible that a person can get COVID-19 by touching a surface or object that has the virus on it and then touching their own mouth, nose, or possibly their eyes, but this is not thought to be the main way the virus spreads“

Það er með öðrum orðum hugsanlegt að MH sé í þessum rituðu orðum gróðrarstía smits. Hér er um að ræða sjúkdóm með tiltölulega háa dánartíðni og ábyrgðarhluti að halda áfram að beina nemendum saman í þá kös sem í skólum er.

Í þessu samhengi er rétt að hafa í huga að yfirvöld vega og meta ýmsa efnahagslega þætti og þeir vega afar þungt, sbr. þá ákvörðun að hleypa fullri flugvél inn á hættusvæði á Ítalíu 29. febrúar sl. o.fl. Mikilvægt er að sýna skynsemi og horfast í augu við vandann.

Legg ég nú til að skólinn íhugi alvarlega að hætta nærkennslu um hríð. Varla er stórmál að stunda e.k. fjarkennslu í 2-4 vikur, eða hvað?

Í þessu sambandi er ekki úr vegi að hafa í huga að kínversk stjórnvöld komu böndum á nýsmit með því að beita sóttkví og ferðabanni mjög ákveðið.

Með kveðju,

Haraldur Ólafsson

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”