fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fréttir

Fjölskylduhjálpin ósátt við lágan styrk: „Guð minn góður, við erum að úthluta 900 matargjöfum í hverjum mánuði“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 10. mars 2020 21:37

Ásgerður Jóna Flosadóttir, framkvæmdastjóri Fjölskylduhjálpar Íslands

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þjónustusamningar Velferðarráðs Reykjavíkur fyrir árið 2020 liggja nú fyrir. Af þeim sem njóta styrkja frá Velferðarráði fær Fjölskylduhjálpin lægsta styrkinn eða hálfa milljón króna. Hæsta styrkinn fær Hugarafl, 5 milljónir króna.

Formaður Fjölskylduhjálparinnar, Ásgerður Jóna Flosadóttir, hefur sent tilkynningu á fjölmiðla þar sem hún fer yfir þessa styrki og lýsir viðbrögðum sínum við þessum fréttum. Bréf hennar er eftirfarandi:

„Þjónustusamningar Velferðarráðs Reykjavíkur til eins árs 2020: Fjölskylduhjálp Íslands fær lægsta styrkinn kr 500.000 eða 41.600 kr á mánuði í ár. Hver er ástæðan fyrir þessum lága styrk? Guð minn góður, við erum að úthluta 900 matargjöfum í hverjum mánuði og félagsþjónustan vísa fátækum til okkar eftir matarstuðningi.

Afstaða til ábyrgðar. Þjónustusamningur við Afstöðu. 3.000.000 kr. Samþykkt.
Blindrafélagið. Stuðningur til sjálfstæðis. 3.000.000 kr. Samþykkt.
Drekaslóð. Hópastarf Dreka. 3.000.000 kr. Samþykkt.
Félag heyrnarlausra. Þjónusta við heyrnarlausa íbúa Reykjavíkur. 3.000.000 kr. Samþykkt.
Fjölskylduhjálp Íslands. Enginn án matar í Reykjavík. 500.000 kr. Samþykkt.
– Kolbrún Baldursdóttir og Örn Þórðarson víkja af fundi við afgreiðslu þessa liðar.
Hjólakraftur slf. Hjólakraftur – Heilsueflandi stuðningsþjónusta. 2.000.000 kr. Samþykkt.
MS-félag Íslands. Þjónustusamningur um ráðgjafaþjónustu. 1.200.000 kr. Samþykkt.
Mæðrastyrksnefnd Reykjavík. Aðstoð við bágstadda. 1.000.000 kr. Samþykkt.
Pieta samtökin. Þjónusta við fólk í sjálfsvígshættu, með sjálfsskaða og aðstandendur. 3.000.000 kr. Samþykkt.
Rauði krossinn í Reykjavík. Frú Ragnheiður. 3.000.000 kr. Samþykkt.
Rótin. Stuðningssetur Rótarinnar. 2.000.000 kr. Samþykkt.
Samtök um stuðningsetur fyrir ungt fólk. Bergið – headspace. 3.000.000 kr. Samþykkt.
Vímulaus æska – Foreldrahús. Sértæk þjónustuverkefni v. unglinga í vímuefna og áhættuhegðun. 4.000.000 kr. Samþykkt.
Hugarafl. Endurhæfing – valdefling hjá Hugarafli. 5.000.000 kr. Samþykkt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”