fbpx
Mánudagur 15.apríl 2024
Fréttir

Sigurbjörn óttast að faðmlög hverfi með veirunni: „Gott að minna sig á að frelsari þessa heims, Jesús Kristur, umgekkst holdsveika“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 9. mars 2020 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Vegna hinn­ar ill­ræmdu skaðvæn­legu kór­ónu­veiru sem nú geis­ar um lönd og höf, jafn­vel fell­andi mann og ann­an, er nú nán­ast búið að setja lög­bann á faðmlög,“ segir Sig­ur­björn Þorkels­son, rithöfundur og ljóðskáld, í pistli sem birtist í Morgunblaðinu í dag.

„Við stönd­um ber­skjölduð og ótta­sleg­in hjá reyn­andi að halda áfram að lifa okk­ar dag­lega lífi,“ segir Sigurbjörn en hann vill meina að líklega höfum við aldrei þarfnast samstöðu og faðmlaga meira en einmitt núna. „Maður mæt­ir niður­lútu fólki með grímu, horf­andi ofan í eig­in bringu af ótta við að hitta ein­hvern sem það kann­ast við ef vera skyldi að það lenti óvart í því að heilsa með handa­bandi að göml­um og góðum sið eða hlýju faðmlagi.“

„Fest­umst ekki í ótta og ofsa­hræðslu“

Sigurbjörn segir það auðvitað vera skiljanlegt að það þurfi að koma í veg fyrir útbreiðslu þessarar veiru með öllum tiltækum ráðum. „Það breyt­ir því þó ekki í grunn­inn að öll þurf­um við á faðmlög­um að halda; því að taka utan um hvert annað í líf­inu, sem heil­brigðisþjón­ust­an og yf­ir­völd eru sann­ar­lega að reyna að gera með sín­um hætti. Faðmlög geta nefni­lega verið svo marg­breyti­leg; fal­leg­ur hug­ur, hlýtt hjarta­lag, uppörv­andi, já­kvæð og kær­leiks­rík orð. Þá get­ur faðmlag jafn­vel verið rafrænt, skrif­legt og/​eða fram­kvæmt með brosi og góðum verk­um.“

„Til lengri og skemmri tíma þurf­um við öll á ein­hvers kon­ar faðmlög­um og sam­stöðu að halda svo við hrein­lega gef­umst ekki upp á þess­ari ver­öld,“ segir Sigurbjörn og heldur áfram. „Biðjum þess að við fest­umst ekki í ótta og ofsa­hræðslu og Guð bægi allri óár­an frá okk­ur og verndi okk­ur frá öllu illu. Því að það yrði fyrst skelfi­leg ver­öld til lengri tíma ef fólk hætti að heils­ast með handa­bandi og faðmast þegar það á við. Svo má ekki verða nema mjög tíma­bundið.“

„Ekki eitt­hvert flangs, kjass eða káf“

Sigurbjörn segir þó að við ættum að hlusta á yfirvöld og taka allar viðvaranir og tilmæli alvarlega. „Um leið er einnig gott að minna sig á að frels­ari þessa heims, Jesús Krist­ur, um­gekkst holds­veika, fólk með al­var­lega smit­sjúk­dóma og aðra sem fólk al­mennt vildi ekki vita af. Það gerðu einnig móðir Teresa og Dí­ana prinsessa.“

Hann segir að allt sem við þurfum er kærleikur, auðmýkt, faðmlög, friður og fyrirgefning. „Ekki eitt­hvert flangs, kjass eða káf, yf­ir­gang­ur eða fyr­ir­litn­ing. Enda­laust daður, flaður, blaður eða þvaður. Gæt­um þess ein­fald­lega að gjald­fella ekki faðmlög­in.“

Að lokum segir Sigurbjörn að einu grundvallarlögin sem við þurfum í raun og veru á að halda í þessari veröld séu faðmlög.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Forsetaefnasúpa Íslands vekur athygli og furðu erlendis – Bauð sig óvart fram því hún sér illa – „Ég var ekki með gleraugun á mér“

Forsetaefnasúpa Íslands vekur athygli og furðu erlendis – Bauð sig óvart fram því hún sér illa – „Ég var ekki með gleraugun á mér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Páll sekur en ekki af baki dottinn – „Hann tvíeflist. Ætlar bara að ljúga enn meira“ 

Páll sekur en ekki af baki dottinn – „Hann tvíeflist. Ætlar bara að ljúga enn meira“ 
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Aðalsteinn lagði Moggabloggarann Pál í héraði – Átta ummæli dæmd dauð og ómerk og dagsektir yfirvofandi

Aðalsteinn lagði Moggabloggarann Pál í héraði – Átta ummæli dæmd dauð og ómerk og dagsektir yfirvofandi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ökumaður á Akureyri gáði ekki að sér – Afleiðingarnar voru skelfilegar

Ökumaður á Akureyri gáði ekki að sér – Afleiðingarnar voru skelfilegar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona þarf að vera í fangelsi í 219 daga

Kona þarf að vera í fangelsi í 219 daga
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hjálmtýr segir að Morgunblaðið hafi neitað að birta þessa grein – Fer hörðum orðum um Davíð Oddsson

Hjálmtýr segir að Morgunblaðið hafi neitað að birta þessa grein – Fer hörðum orðum um Davíð Oddsson