fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fréttir

Risastórum sendibíl Jónasar stolið – Telur glæpaklíku á bakvið málið – Ósáttur með viðbrögð lögreglu

Jón Þór Stefánsson
Mánudaginn 9. mars 2020 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mercedes Benz Sprinter-bifreið sendibílstjórans Jónasar Antonssonar var stolið í Mosfellsbæ, aðfaranótt mánudagsins 2. mars síðastliðins.

Í viðtali við DV segir Jónas að ránið hafi að öllum líkindum verið ansi erfitt, þar sem að lyklum að bílnum var ekki stolið. Því hafi bílnum þá annaðhvort verið komið í gang með óviðurkenndri aðferð, eða dreginn burt af stærri bíl. Seinni kosturinn ætti ekki að vera einfaldur en Benz-bifreið Jónasar er ansi stór, eða átta metrar á lengd, að mati Jónasar.

Líklega eru einhverskonar glæpagengi á bak við svona rán að mati Jónasar. Hann telur líklegt að bíllinn verði bútaður í sundur og seldur í varahlutum, líklega erlendis.

„Þetta hljóta að vera einhver gengi sem eru að þessu, þetta er alveg stórskrýtið “

Jónas er ósáttur með störf lögreglunnar, sem honum finnst ekki hafa staðið í sínu. Hann segir að það hafi tekið hann heila viku að ná í þann sem hefði umsjón með málinu og að myndavélar sem gætu gefið vísbendingar um staðsetningu bílsins hefðu ekki verið skoðaðar.

Bíllinn var nánast ókeyrður segir Jónas og segir að hann fái tjónið aldrei fyllilega bætt þrátt fyrir að vera tryggður.

Hundrað þúsund króna fundarlaun verða gefin þeim sem finna, eða geta bent á bílinn, sem er líkt og áður segir af gerðinni Mercedes Benz Sprinter. Bíllinn ber númerið ZM-Y30 og er hvítur að lit.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Neysla íslenskra barna á ávöxtum og grænmeti hefur aukist um 20 tonn

Neysla íslenskra barna á ávöxtum og grænmeti hefur aukist um 20 tonn
Fréttir
Í gær

Fyrrum bæjarfulltrúi dreginn fyrir dóm í leigudeilu – Lætur ekki ná í sig í Noregi

Fyrrum bæjarfulltrúi dreginn fyrir dóm í leigudeilu – Lætur ekki ná í sig í Noregi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telja að algengasta verkjalyf heims gæti aukið líkur á einhverfu og ADHD

Telja að algengasta verkjalyf heims gæti aukið líkur á einhverfu og ADHD
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þetta eru skilyrðin sem Pútín setur fyrir friðarsamningi

Þetta eru skilyrðin sem Pútín setur fyrir friðarsamningi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Framkvæmdir við græna gímaldið ekki stöðvaðar

Framkvæmdir við græna gímaldið ekki stöðvaðar