fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Fréttir

Segja núna að Kári geti skimað – Ný tilkynning frá Persónuvernd og Vísindasiðanefnd

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 8. mars 2020 10:41

Kári Stefánsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Persónuvernd og Vísindasiðanefnd hafa gefið út sameiginlega fréttatilkynningu þess efnis að fyrirhuguð skimum ÍE fyrir kórónuveirunni sé ekki leyfisskyld og geti því farið fram. Virðist misskilnings hafa gætt um málið en fyrri svör nefndanna um að skimunin væri vísindarannsókn og þyrfti að afla leyfis fyrir henni vakti þau viðrbögð ÍE að hætta við áformin. Fréttatilkynningin er eftirfarandi:

Að gefnu tilefni vilja Vísindasiðanefnd og Persónuvernd koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri.

Persónuvernd barst síðdegis í gær, laugardag, erindi frá Íslenskri erfðagreiningu þar sem fram kom að fyrirtækið hefði boðist til þess að aðstoða heilbrigðiskerfið við að öðlast betri skilning á því hvernig Covid19-veiran hagar sér.

Út frá efni erindisins vöknuðu spurningar um hvort hluti verkefnisins fæli í sér vísindarannsókn á heilbrigðissviði sem væri leyfisskyld hjá Vísindasiðanefnd. Var Íslensk erfðagreining upplýst um það og boðin flýtimeðferð.

Samkvæmt þeim upplýsingum sem nú liggja fyrir er ætlun fyrirtækisins að skima fyrir Covid19-veirunni og skoða veiruna nánar. Slík skimun og veirurannsókn er hvorki leyfisskyld hjá Vísindasiðanefnd né Persónuvernd og getur því farið fram án aðkomu þessara aðila.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Lögregla rannsakar dularfullt líkamsárásarmál – Maður sem fannst þungt haldinn á Laugavegi liggur enn á sjúkrahúsi

Lögregla rannsakar dularfullt líkamsárásarmál – Maður sem fannst þungt haldinn á Laugavegi liggur enn á sjúkrahúsi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Segir mörg svör við af hverju Píratar féllu af þingi – „Þetta var ákveðinn svona fullkominn stormur“

Segir mörg svör við af hverju Píratar féllu af þingi – „Þetta var ákveðinn svona fullkominn stormur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strætó ók á rútu við Fjörð

Strætó ók á rútu við Fjörð